Roberto Carlos hringdi í Sergio Ramos á djamminu í gær stuðningsmönnum og liðsfélögum hans til mikillar gleði.
Roberto Carlos gerði garðinn frægan á ferli sínum með Real Madrid og þá varð hann heimsmeistari með Brasilíu. Hann er af mörgum talinn einn besti vinstri bakvörður sögunnar.
Roberto Carlos er orðinn 48 ára gamall og spilaði leik í utandeildinni á Englandi í gær. Hann spilaði aðeins níu mínútur undir lok leiks og snerti boltann fjórum sinnum. En hann fékk þó að koma inn á í nokkrar sekúndur fyrr í leiknum og tók vítaspyrnu. Að leik loknum hélt hann á barinn með liðsfélögum sínum og þar sló hann í gegn.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
This is Roberto Carlos videocalling Sergio Ramos in a Shropshire pub. Absolute gold. pic.twitter.com/K2xP3HmQ1k
— Alan Feehely (@azulfeehely) March 4, 2022