Skemmtilegt atvik átti sér stað í 3-1 sigri Brentford á Norwich í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.
Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Christian Eriksen frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM síðasta sumar.
Eriksen braut á Brandon Williams í leiknum og togaði hann niður í grasið og var Williams brjálaður yfir því og ætlaði að hjóla í hann en sá þá að þetta var Eriksen og faðmaði hann í staðinn. Atvikið má sjá hér að neðan.
Brandon Williams realising its Eriksen pulling him down 😭😭😭 pic.twitter.com/Mwu2B0LpdG
— Michael ◍ (@thfc_michaeI) March 5, 2022