fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Rauða spjaldið á Þorgrím kannski það fyrsta í röðinni af mörgum

433
Laugardaginn 19. febrúar 2022 09:00

Skjáskot úr þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um brotthvarf Þorgríms Þráinssonar úr teymi íslenska landsliðsins í fótbolta í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó, sem sýndur var á Hringbraut á föstudag.

Fréttir um brotthvarfið kom mörgum á óvart enda hefur Þorgrímur haft gott orð á sér, innan vallar sem utan og verið vinsæll starfskraftur.

Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, sagði söguna á bakvið fréttina en Fréttablaðið greindi frá brotthvarfinu á mánudag en Þorgrímur las það í fjölmiðlum að ekki væri lengur óskað eftir hans starfskröftum. „Hann hefur hlaupið í öll hlutverk, verið bílstjóri einn daginn og hlaupið á eftir boltunum hinn daginn. Nánast sálfræðingur með kaffibolla þegar leikmenn hafa þurft á því að halda og átt í sérstöku sambandi við leikmenn.

„En það er eitthvað sem segir mér að þessi knái maður hafi vitað þetta allan tímann en séð þetta sem betri sviðsmynd að setja þetta svona út.“

video
play-sharp-fill

Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og mikill íþróttaáhugamaður, segir að Þorgrímur hafi verið í mögnuðu hlutverki í kringum landsliðið.

„Það er ekki hægt að segja að á heimasíðu KSÍ sé hlutverk hans skilgreint. Hann er eins og Hörður benti á, andlegur stuðningur og gengið í allskonar hlutverk. Ég er Team Toggi sem Valsari en þetta er kannski bara tákn um það sem er að gerast innan veggja KSÍ sem er að það er verið að þrengja að. Næsti formaður, hvort sem það verður Vanda eða Sævar, þá get ég séð að það eru fleiri svona fréttir í farvatninu.“

Nánari umræðu má sjá hér fyrir ofan en þar þeir félagar nánar um niðurskurðarhnífinn sem er á lofti inann veggja KSÍ og að einfaldasta skýringin á öllu þessu sé að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, sé einfaldlega að búa til sitt teymi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
Hide picture