Harry Maguire fyrirliði Manchester United segir fréttir um ósætti í herbúðum félagsins rangar og að hann sé ekki í neinu valdastríði við Cristiano Ronaldo.
David McDonnell hjá The Mirror skrifaði um málið í gær. Maguire er með fyrirliðabandið eins og stendur en Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri United, og Cristiano Ronaldo voru sagðir hafa rætt við Maguire um að láta það af hendi til að létta pressunni á enska landsliðsmanninum sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu.
Samkvæmt fréttinni hafði Rangnick beðið Ronaldo um að leiðbeina yngri leikmönnum liðsins en Maguire finnst Portúgalinn vera að grafa undan áhrifum sínum í búningsklefanum og óttast um að missa fyrirliðabandið til frambúðar.
Maguire segir þetta af og frá. „Ég hef séð mikið af fréttum um þetta félag sem eru ósannar og þetta er ein af þeim. Ætla ekki að svara öllu sem er skrifað en ég verð að láta í mér heyra hérna,“ sagði Maguire.
„Við erum samstilltir og einbeittir fyrir leikinn á sunnudag. Njótið dagsins.“
I’ve seen a lot of reports about this club that aren’t true and this is another. Not going to start posting about everything that is written but I needed to make this one clear. We’re united and focused on Sunday. Enjoy your day everyone 💪🏻 @ManUtd https://t.co/YxLhQn8pqf
— Harry Maguire (@HarryMaguire93) February 18, 2022