fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Dyrnar opnar fyrir Eriksen hjá Tottenham ef honum tekst að heilla hjá Brentford – ,,Yrði gott að vinna með honum aftur“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 14:02

Eriksen Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann hefði hitt Christian Eriksen, leikmann Brentford, fyrir tilviljun á hóteli á dögunum. Conte og Eriksen störfuðu saman hjá Inter á sínum tíma og Conte segir möguleika á því að Eriksen gangi á ný til liðs við Tottenham.

Conte segist hafa verið hissa á að Eriksen hafi samið við Brentford en hann skrifaði undir sex mánaða samning við félagið. Eriksen er að vinna að því að koma sér aftur í leikform eftir að hafa farið í hjartastopp og hnigið niður í leik með danska landsliðinu á EM á síðasta ári.

,,Ég var heppinn að hitta hann á sunnudaginn og það var gott að tala við hann. Ég verð fyrstur til að verða ánægður þegar hann fer að spila á ný, við áttum mjög góðan tíma saman hjá Inter á sínum tíma,“ sagði Conte á blaðamannafundi í dag.

Conte lokaði ekki á möguleg félagsskipti Eriksen til Tottenham eftir tímabilið.

,,Ég óska honum alls hins besta með framhaldið. Maður veit aldrei hvað getur gerst, það væri gott fyrir mig að fá að vinna með honum aftur,“ sagði Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham á blaðamannafundi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markvörður KR sendir frá sér afsökunarbeiðni fyrir framkomuna í garð barnanna

Markvörður KR sendir frá sér afsökunarbeiðni fyrir framkomuna í garð barnanna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Launakostnaður opinberaður og niðurstaðan er áhugaverð – Ótrúlegur munur milli félaga

Launakostnaður opinberaður og niðurstaðan er áhugaverð – Ótrúlegur munur milli félaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ótrúleg tíðindi frá United – Allir nema þessir þrír til sölu í sumar

Ótrúleg tíðindi frá United – Allir nema þessir þrír til sölu í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við