Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir ekkert vesen vera á milli sín og leikmannsins Jesse Lingard.
Lingard var ekki leikmannahópi United í tapinu gegn Middlesbrough í FA bikarnum á föstudag og Rangnick sagði að Englendingurinn þurfti að „hreinsa hugann“.
Í kjölfar ummæla Rangnick tók Lingard fram á Twitter-síðu sinni að félagið hefði ráðlágt honum að hvíla sig vegna persónulegra vandamála en að hann væri skýr í kollinum og myndi alltaf leggja sig allan fram með liðinu.
The club advised me to have time off due to personal reasons! But my headspace is clear and I’ll always be professional when called upon and give 100 percent
— Jesse Lingard (@JesseLingard) February 3, 2022
„Samband okkar Jesse er mjög gott,“ sagði Rangnick á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Burnley á morgun. „Hann veit að ég hefði leyft honum að fara, að minnsta kosti áður en mál Mason (Greenwood) kom upp. Við höfum þegar rætt aðra hluti, hann [Lingard] minntist á persónuleg vandamál.
En við verðum að horfa fram á við núna. Það er ekkert vesen á milli mín og Jesse. Ég er ánægður að hann sé í hóp og verði með liðinu fyrir leikinn annað kvöld.“