fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Milner nefndi eina galla þess að hafa unnið Englandsmeistaratitilinn í viðtali við Tómas Þór

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 12:00

James Milner í leik með Liverpool/ Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Milner, leikmaður Liverpool, var í viðtali hjá Tómasi Þór Þórðarssyni á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars stöðuna hjá Liverpool og ástæðu þess að hann gekk til liðs við félagið á sínum tíma.

Hann segir eina gallann við að hafa unnið Englandsmeistaratitilinn á sínum tíma með félaginu vera þann að leikmenn gátu ekki fagnað titlinum almennilega með stuðningsmönnum. Á þeim tíma sem Liverpool varð Englandsmeistari voru miklar takmarkanir í gildi sökum kórónuveirufaraldursins.

James Milner er nú 36 ára gamall en árið 2015 skipti hann yfir til Liverpool frá Manchester City. Félagsskiptin vöktu athygli en Milner hafði notið mikillar velgengni með félaginu og meðal annars orðið Englandsmeistai með liðinu.

Í viðtalinu spurði Tómas Þór hann af hverju hann hafi ákveðið að skipta yfir til Liverpool á þessum tíma en þetta áður en að Jurgen Klopp var knattspyrnustjóri liðsins, Brendan Rodgers var við stjórnartaumana á Anfield og liðið hafði ekki verið eins sigursælt og á árum áður.

,,Brendan er auðvtiað góður knattspyrnustjóri og það hafði mikla þýðingu hvað hann sagði við mig en helsta hvatningin fólst í því sem þú varst að lýsa. Liðinu hafði ekki gengið jafn vel og áður. Það hafði mikið að segja þegar að ég fór til City sem hafði ekki unnið neitt lengi og okkur tókst að hefja nýtt skeið þar,“ sagði Milner í viðtali hjá Tómasi Þór hjá Símanum.

Hann segir það sama hafa verið upp á teningnum þegar að hann gekk til liðs við Liverpool. ,,Það var freistandi að koma hingað. Þetta er stórt félag og maður vissi að ef vel tækist og við næðum að vinna titilinn hvaða þýðingu það hefði fyrir stuðningsmennina. Okkur tókst að vinna hann, Meistaradeildina, Ofurbikarinn og Heimsmeistaratitil félagsliða. 

,,Mig langaði að vera með í því að ná þeim árangri og okkur tókst það. Það var sérstakt að hafa það að markmiði. Eini gallinn er sá að við gátum ekki fagnað deildarmeistaratitlinum almennilega með stuðningsmönnunum,“ sagði James Milner, leikmaður Liverpool í viðtali við Tómas Þór hjá Símanum

Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu