fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Mistókst að kaupa eigin leikmann

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 19:15

Thomas Tuchel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, vildi ólmur fá Emerson Palmieri aftur til félagsins á dögunum. Það tókst hins vegar ekki.

Vegna fjarveru vinstri bakvarðarins Ben Chilwell, sem sleit krossband fyrr á tímabilinu, vill Chelsea ná í mann í hans stað.

Það lítur hins vegar ekki út fyrir að það verði Emerson, sem er á láni hjá Lyon frá enska félaginu.

Enginn klásúla var sett í lánssamning Emerson hjá Lyon að Chelsea mætti kalla hann til baka. Franska félagið hefur því harðneitað að láta leikmanninn eftir, þrátt fyrir 4 milljóna punda tilboð Chelsea.

Emerson Palmieri í leik með Chelsea.

Sjálfur var Emerson til í að fara aftur til Chelsea. Að sögn Goal virðir virðir hann hins vegar lánssamninginn og ákvörðun Lyon.

Chelsea hafði einnig áhuga á Lucas Digne, þá leikmanni Everton, til að leysa af stöðu vinstri bakvarðar. Sá fór hins vegar til Aston Villa.

Svo gæti farið að Chelsea horfi til Sergino Dest, leikmanns Barcelona. Hann getur leyst af bæði stöðu hægri og vinstri bakvarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot