fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433

Haraldur heldur tryggð við Stjörnuna

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Björnsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til næstu þriggja ára. Markvörðurinn knái hefur reynst félaginu afar vel.

„Halli hefur staðið sig gríðarlega vel og verið einn besti markvörður deildarinnar undanfarin ár og hefur staðið vaktina með sóma fyrir okkur á erfiðum tímum í sumar og unnið frábærlega með markmannsteyminu okkar sem við erum mjög stoltir af enda ekkert lið í deildinni sem státar af þremur frábærum markmönnum innan sinna raða.“
segir Helgi Hrannarr, formaður mfl ráðs eftir undirskriftina.

Haraldur elskar lífið í Garðabænum og hefur fest rætur þar. „Það er geggjað að vera í Garðabænum, Stjarnan er mitt lið og hér hefur mér liðið frábærlega og allt umhverfið er mjög professional og ég veit að liðið á mikið inni með öllum þeim fjölda ungra leikmanna sem eru að koma upp í takt við frábæran kjarna og mjög góða umgjörð. Við munum koma sterkir inní næstu tímabil eftir smá bras á þessu og við erum með stóran og öflugan hóp sem hefur mikinn metnað til að ná lengra, ásamt því að eiga bestu stuðningsmenn landsins.“ segir Haraldur

Stjarnan gekk í gegnum erfitt sumar í ár en vonast til að snúa við blaðinu á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup