fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Lengjudeild karla: ÍBV endar tímabilið á sigri

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 23. september 2021 19:33

Jón Jökull. Mynd/ibvsport.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV heimsótti Gróttu í lokaleik liðanna í Lengjudeildinni í ár. ÍBV hafði þegar tryggt sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð fyrir leik en Grótta hafði möguleika á að fara upp fyrir Kórdrengi í 5. sæti deildarinnar.

Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV í forystu strax á 2. mínútu leiks. Björn Guðjónsson og Kjartan Halldórsson sneru leiknum heimamönnum í vil með mörkum á 18. og 29. mínútu og staðan 2-1 fyrir Gróttu í hálfleik.

Arnar Þór Helgason jafnaði metin fyrir ÍBV á 55. mínútu þegar hann setti boltann í eigið net eftir hornspyrnu og það var svo Sigurður Arnar Magnússon sem vann leikinn fyrir Eyjamenn með góðu skoti sex mínútum fyrir leikslok.

ÍBV lýkur keppni í 2. sæti með 47 stig. Grótta er í 5. sæti með 35 stig, jafnmörg stig og Vestri sem á leik til góða í 6. sæti.

Grótta 2 – 3 ÍBV
0-1 Sigurður Grétar Benónýsson (‘2)
1-1 Björn Guðjónsson (’18)
2-1 Kjartan Kári Halldórsson (’29)
2-2 Arnar Þór Helgason (’55, sjálfsmark)
2-3 Sigurður Arnar Magnússon (’84)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu