fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Þórður og Kjartan Henry fá báðir þriggja leikja bann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 17:18

Skjáskot Stöð2Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aganefnd KSÍ hefur dæmt Kjartan Henry Finnbogason og Þórð Ingason í þriggja leikja bann vegna átaka í Vesturbæ á sunnudag. Hajrudin Cardaklija markmannsþjálfari Víkings fær tveggja leikja bann. KR tók á móti Víkingum á Meistaravöllum í efstu deild karla í fyrradag.. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir strax á 9. mínútu með skalla eftir frábæran bolta frá Kennie Chopart.

Atli Barkarson jafnaði metin stuttu síðar með frábæru skoti. Víkingar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og uppskáru á 87. mínútu er Helgi Guðjónsson kom knettinum í netið.

Ótrúleg dramatík var undir lok leiks en KR fékk vítaspyrnu og þá varð allt brjálað og Kjartan Henry Finnbogason sá rautt. Pálmi Rafn tók spyrnuna en lét Ingvar Jónsson verja frá sér og mikil fagnaðarlæti brutust út hjá Víkingum enda komnir á topp deildarinnar.

Kjartan virðist á myndbandi kýla Þórð Ingason varamarkvörð Víkings og var vikið af velli en hann segist hafa ætlað að hrinda Þórði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu