fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

„Þetta er einn af þessum leikjum sem við verðum að vinna“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 18. september 2021 17:00

Jurgen Klopp / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Crystal Palace í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Liverpool sigraði leikinn 3-0 en Mané, Salah og Keita skoruðu mörkin. Jurgen Klopp var ánægður með sigurinn.

„Ég sagði við strákana að þetta var sigur sem við þurftum að berjast fyrir, þrátt fyrir að hann endaði 3-0. Við gáfum allt í þetta. Palace varðist vel og það eru gæði í þeirra liði. Ég sagði við strákana að þetta er einn af þessum leikjum sem við verðum að vinna. Við vorum ekki frábærir en náðum að halda þeim niðri. Ég er sáttur við leikinn,“ sagði Klopp við BBC.

Það vakti athygli að Trent Alexander-Arnold var ekki í hóp í dag.

„Það var ekki planið að Trent væri ekki í hóp. Honum leið eitthvað illa eftir morgunmatinn svo við vildum vera skynsamir og sendum hann heim. Þetta er allavega ekki Covid. Milner steig inn og var maður leiksins, hann var frábær. Hann spilaði eins og ungur maður.“

Ibrahima Konate spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í leiknum og hélt hreinu. Klopp var ánægður með frammistöðu hans.

„Frábær. Hann stóð sig vel og ég bind miklar vonir við hann. Hann mun bara verða betri.“

Mané skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Liverpool í dag sem er frábært afrek.

„Stórkostlegt afrek að ná marki númer 100. Þetta var frábær leikur hjá Sadio. Hann vann vel fyrir þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna