fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Er starf Heimis á Hlíðarenda í hættu?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 10:50

Heimir Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir velta því nú fyrir sér hvort starf Heimis Guðjónssonar þjálfara Vals sé í hættu. Valur hefur misst flugið í deildinni og tapið gegn Vestra í bikarnum í gær vakti mikla undrun. Það að Valur hafi tapað gegn liði úr Lengjudeildinni á þessum tímapunkti setur af stað kjaftasögur um allan bæ.

Valur hefur haft mikla yfirburði í íslenskum fótbolta á síðustu árum. Frá árinu 2015 hefur Valur þrisvar orðið Íslandsmeistari og í tvígang bikarmeistari.

Sumarið 2019 var þungt fyrir Val og að því loknu var ákveðið að láta Ólaf Jóhannesson fara úr starfi. Hafði hann unnið fjóra titla á fjórum árum þar á undan. Heimir Guðjónsson tók við starfinu og gerði Val að Íslandsmeisturum í fyrra.

Sumarið í ár hefur verið erfitt fyri Val. Þrátt fyrir að hafa verið á toppi efstu deildar eftir 16 umferðir, hefur spilamennska liðsins ekki verið ýkja merkileg stærstan hluta sumarsins.

Valur hefur skorað 30 mörk sem er minna en FH, Víkingur, KR og Breiðablik hafa gert. Valur hefur fengið á sig 22 mörk sem er meira en Breiðablik, Víkingur, KR og KA hafa fengið á sig.

Liðið steig stórt skref fyrir tímabilið þegar liðið æfði eins og atvinnumenn í aðdraganda mótsins, leikmenn voru á svæðinu allan daginn og æfðu af krafti. Það hefur ekki borið árangur.  Valur er með vel mannað lið og líklega það dýrasta í íslenskum fótbolta.

Framtíð Heimis er því rædd þessa dagana. Orðrómur hefur verið á kreiki um að breytingar verði í þjálfarateymi Vals um nokkurt skeið. Talað hefur verið um að Heimir fái nýja aðstoðarmenn til að reyna að hrista upp í hlutunum. Óvíst er hins vegar hvað gerist.

Ekki náðist í Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar Vals við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu