fbpx
Föstudagur 17.september 2021
433Sport

Enski boltinn: Ronaldo sá um Newcastle, Arsenal fékk loksins stig og Manchester City hafði betur gegn Leicester

Helga Katrín Jónsdóttir
Laugardaginn 11. september 2021 15:59

Cristiano Ronaldo / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum var að ljúka í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar rétt í þessu. Ronaldo sá um Newcastle, Manchester City hafði betur gegn Leicester og Arsenal fékk sín fyrstu stig í deildinni.

Cristiano Ronaldo átti draumabyrjun í endurkomu sinni hjá Manchester United í dag. Hann kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks þar sem hann fylgdi á eftir skoti Greenwood. Manquillo jafnaði metin á 56. mínútu en Ronaldo var aftur á ferðinni stuttu síðar. Bruno Fernandes og Lingard skoruðu báðir undir lok leiks og gulltryggðu Manchester United stigin þrjú

Manchester United 4 – 1 Newcastle
1-0 Cristiano Ronaldo (´45+2)
1-1 Javi Manquillo (´56)
2-1 Cristiano Ronaldo (´62)
3-1 Bruno Fernandes (´80)
4-1 Lingard (90+2)

Manchester City sótti Leicester heim og vann 0-1 sigur. Gestirnir voru betra liðið í dag og voru ógnandi fram á við. Bernando Silva skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu

Leicester 0 – 1 Manchester City
0-1 Bernardo Silva (´62)

Arsenal tók á móti Norwich og hafði heimaliðið betur. Arsenal sótti sín fyrstu stig í ensku deildinni með sigrinum en Aubameyang skoraði eina mark liðsins í dag.

Arsenal 1 – 0 Norwich
1-0 Aubameyang (´66)

Wolves hafði betur gegn Watford. Fyrra markið kom á 74. mínútu er Sierralta varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Hwang Hee-Chan gulltryggði svo sigur Wolves undir lok leiks.

Watford 0 – 2 Wolves
0-1 Sierralta sjálfsmark (´74)
0-2 Hwang Hee-Chan (´83)

Brighton hafði betur gegn Brentford en Trossard skoraði eina markið á 90. mínútu.

Brentford 0 – 1 Brighton
0-1 Trossard (´90)

Southampton og West ham gerðu markalaust jafntefli.

Southampton 0 – 0 West Ham

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars
433Sport
Í gær

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“
433Sport
Í gær

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn
433Sport
Í gær

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni
433Sport
Í gær

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?