fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
433Sport

Kona komst ekki með dóttur sína að í Árbæjarlaug eftir nýtt útspil stjórnvalda – ,,Fáránlegt á svo mörgum levelum“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 10:07

Árbæjarlaug. Mynd: Reykjavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir aukningu smita í samfélaginu undanfarið var knattspyrnufélögum gert óheimilt að vera með veitingasölu á leikjum hjá sér. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður á Fótbolta.net, ræddi upplifun sína úr Árbæ fyrr í vikunni þar sem fólk fór krókaleiðir til að næla sér í kaffi og með því.

Elvar var á leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max-deild karla á þriðjudag. Í hálfleik mátti fólk ekki kaupa sér kaffi á vellinum vegna sóttvarnarreglna. Því fór hluti mannskapsins yfir í Árbæjarlaug, sem er nálægt Wurth-vellinum, heimavelli Fylkis. Þar mátti kaupa veitingar.

,,Einn allra fáránlegasti leikþáttur sem er í gangi núna er að það sé bannað að vera með veitingar á fótboltavöllum. Þá fór ég í Árbæjarlaugina, ásamt fleirum. Það var bara rölt yfir úr stúkunni og yfir í Árbæjarlaugina þar sem má að sjálfsögðu selja kaffi og muffins og ís og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna var bara hópur af fótboltabullum sem var mættur að reyna að komast í kaffi. Svo var fólk þarna á sama tíma, sá konu með dóttur sína að reyna að komast í sund en hún komst ekkert að því það voru bara fótboltaaðdáendur að kaupa veitingar í sundlauginni,“ sagði Elvar í hlaðvarpsþættinum Innkastið á Fótbolta.net.

,,Þetta er svo fáránlegt á svo mörgum levelum,“ sagði Tómas Þór Þórðarson þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útilokað að Heimir snúi aftur til Eyja í vetur

Útilokað að Heimir snúi aftur til Eyja í vetur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Neyðarfundur í Katalóníu fram eftir nóttu

Neyðarfundur í Katalóníu fram eftir nóttu
433Sport
Í gær

Krísa í Hlíðunum: „Ferskir ungir og graðir karlar á móti gömlum körlum“

Krísa í Hlíðunum: „Ferskir ungir og graðir karlar á móti gömlum körlum“
433Sport
Í gær

Ótrúleg spenna: Þrjú lið geta orðið meistari – Sex geta fallið

Ótrúleg spenna: Þrjú lið geta orðið meistari – Sex geta fallið
433Sport
Í gær

Yfirmaðurinn hvetur hann til þess að berjast fyrir stöðu sinni

Yfirmaðurinn hvetur hann til þess að berjast fyrir stöðu sinni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Lingard gaf Young Boys sigurmark á silfurfati – Svisslendingarnir trylltust úr fögnuði

Sjáðu myndbandið: Lingard gaf Young Boys sigurmark á silfurfati – Svisslendingarnir trylltust úr fögnuði