fbpx
Föstudagur 24.september 2021
433Sport

Framtíð Mbappe enn í óvissu – Ekki með um helgina

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 09:14

Kylian Mbappe/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain er enn í óvissu. Leikmaðurinn er ekki sannfærður af stefnu félagsins. AS segir frá þessu.

Hinn 22 ára gamli Mbappe hefur verið frábær fyrir PSG frá því hann kom til félagsins árið 2017. Hann hefur þó reglulega verið orðaður við brottför frá Parísarliðinu, þá aðallega til Real Madrid.

Samningur Mbappe rennur út næsta sumar. Það er því stór áhætta fyrir PSG að fara inn í nýtt tímabil með Mbappe á sínum snærum, skrifi leikmaðurinn ekki undir. Að missa einn besta leikmann heims frítt myndi reynast dýrkeypt.

Þrátt fyrir að PSG hafi fengið til sín leikmenn á borð við Sergio Ramos, Gianluigi Donnarumma, Achraf Hakimi og Gini Wijnaldum í sumar er Mbappe ekki sagður sannfæðrur um stefnu félagsins.

Samningur með himinnháum launum er ekki það sem heillar hann. Hann vill vera viss um að geta barist um það að sigra Meistaradeild Evrópu með PSG.

Mbappe var ekki með Parísarliðinu í leik meistara meistaranna gegn Lille um síðustu helgi. Þá gat Mauricio Pochettino, stjóri PSG, ekki staðfest að Mbappe yrði með gegn Troyes í fyrstu umferð frönsku Ligue 1 á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr bíll Ronaldo vekur mikla athygli – Tveir lífverðir í humátt á eftir

Nýr bíll Ronaldo vekur mikla athygli – Tveir lífverðir í humátt á eftir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barcelona skoðar að reka Koeman – Klopp á blaði

Barcelona skoðar að reka Koeman – Klopp á blaði
433Sport
Í gær

Þorgerður Katrín hefur mikla trú á sínum mönnum – ,,Ég held að við munum ná bæði að vinna enska og Meistaradeildina“

Þorgerður Katrín hefur mikla trú á sínum mönnum – ,,Ég held að við munum ná bæði að vinna enska og Meistaradeildina“
433Sport
Í gær

Sjáðu dráttinn í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins – Fimm úrvalsdeildarslagir

Sjáðu dráttinn í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins – Fimm úrvalsdeildarslagir
433Sport
Í gær

Juventus kom til baka og vann sinn fyrsta leik

Juventus kom til baka og vann sinn fyrsta leik
433Sport
Í gær

Katarskt félag staðfestir komu James

Katarskt félag staðfestir komu James
433Sport
Í gær

Jón Rúnar verulega ósáttur með Sigurð G Guðjónsson

Jón Rúnar verulega ósáttur með Sigurð G Guðjónsson
433Sport
Í gær

Hulk barnaði frænku barnsmóðir sinnar

Hulk barnaði frænku barnsmóðir sinnar