fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Vissu ekki um mál Þórhildar þegar þær hófu að gagnrýna KSÍ fyrir þöggun – „Formaðurinn er rúinn trausti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 10:22

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og fleiri konur tóku að krefja KSÍ svara við ásökunum á hendur landsliðsmanna í knattspyrnu fyrir meint kynferðisbrot þá vissu þær ekki af máli Þórhildar Gyðu Arnardóttur sem steig fram í viðtali við RÚV á föstudagskvöld vegna máls landsliðsmanns frá árinu 2017.

Þetta kemur fram í pistli Kristínar S. Bjarnadóttur sem hún birti á Facebook-síðu sinni og veitti DV leyfi til að endursegja og birta.

Kristín rekur atburðarás síðustu vikna frá því er Hanna Björg birti grein á Vísir.is þar sem hún vakti athygli á máli konu sem stigið hefur fram á samfélagsmiðlum og sakað tvo landsliðsmenn um nauðgun sem sögð er hafa átt sér stað árið 2010. Hanna Björg kallaði eftir því að KSÍ axlaði ábyrgð í málnu og benti á mikilvægt uppeldishlutverk sambandsins.

KSÍ svaraði með nafnlausri yfirlýsingu þar sem því var vísað á bug að sambandið hefði tekið þátt í þöggun og sagði enn fremur að sambandið hefði enga vitneskju um það brot sem Hanna Björg vísaði til.

Kristín segir að reynt hafi verið að þagga niður gagnrýni Hönnu Bjargar og hóps kvenna sem reynt hafi að vekja athygli á málinu. Hún segir í pistli sínum:

Í hálfan mánuð höfum við Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og fjölmargar aðrar konur ítrekað gagnrýnt þöggun KSÍ á ofbeldi landsliðsmanna. Það hófst með opinberri grein Hönnu Bjargar um kvenfyrirlitningu innan KSÍ. Eins og flest vita, þá varðar ofbeldi við lög. Og samrýmist ekki á nokkurn hátt stefnu og hegðunarviðmiðum ÍSÍ.

 Reynt var að þagga gagnrýnina. Nafnlausri yfirlýsingu var fleygt eins og brauðmylsnu út um glugga KSÍ hallarinnar, glugganum svo lokað í hvelli í þeirri von að lýðurinn myndi láta sér þetta nægja. Trúa lyginni sem yfirlýsingin byggðist á. „Dylgju þöggun“ var beitt, alþekkt aðferð til að rýra trúverðugleika einhvers og lítilsvirða. Fjölmiðlafólki var ekki svarað. Þetta hlaut sterk viðbrögð okkar sem vissum að þarna var logið.

 Aftur var skrifað. 98 konur skrifuðu nú undir opinbert svar Hönnu Bjargar til KSÍ. Því var svarað með þögn, og gagnrýni okkar við færslu á facebook síðu KSÍ var eytt. Hönnu Björgu, og þolandanum sem hún segir meðal annars frá í fyrri greininni, var úthúðað á samfélagsmiðlum í boði þagnar KSÍ. Mörgum konum sem stóðu upp fyrir þolendur, með réttlætiskenndina að vopni, var líka úthúðað. Líkt við mykjudreifara og annað þaðan af verra. Það virtist ekki íhugað í augnablik hvort að sannleikur fælist í orðum þeirra. Það var þessi þöggun ábyrgra hjá KSÍ sem bauð upp á þennan farveg. Eftir höfðinu dansa limirnir. Enn eitt áfallið fyrir þolendur landsliðsmanna og kvenfyrirlitning blasti hvarvetna við á samfélagsmiðlum.“

 Kristín gagnrýnir blaðmannafund KSÍ vegna komandi landsleikja þar sem tækifæri til að svara brennandi spurningum um þessi mál hafi verið hunsuð og eingöngu hafi verið greint frá landsliðsvali og málum tengdu því.

Í pistli Kristínar kemur fram að þegar konurnar hófu þessa vegferð fyrir hálfum mánuði hafi þær ekki vitað um mál Þórhildar Gyðu Arnardóttur sem steig fram í fjölmiðlum rétt undir helgi og greindi frá grófri árás landsliðsmanns sem hún varð fyrir á skemmtistað árið 2017. Landsliðsmaðurinn gekkst við broti sínu, baðst afsökunar og greiddi skaðabætur. Daginn áður hafði Guðni Bergsson, forsmaður KSÍ, sagt í viðtali við Kastljós, að engar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna hefðu borist KSÍ.

Kristín segir í pistil sínum:

 „Í gærkvöldi sýndi svo Þórhildur Gyða Arnarsdóttir af sér ótrúlegt hugrekki, grundvallað á sterkri réttlætiskennd. Nafnlaus yfirlýsing KSÍ þann 17. september hafði verið sem blaut tuska í andlit hennar og annarra þolenda landsliðsmanna. Þegar hún sá formanninn halda lygunum áfram í viðtölum í vikunni sá hún sig knúna til að stíga fram. Og hún gerði það af yfirvegun og aðdáunarverðum styrk, enda hafði hún ekkert að fela. Með einföldum sannleika sem sagður var á örfáum mínútum afhjúpaði hún formanninn, sem stóð berskjaldaður eftir og gat ekki einu sinni á því augnabliki, verið nógu ærlegur til að sleppa því að snúa aðeins meira út úr.“

 Kristín segir formann KSÍ rúinn trausti og segir liggja fyrir að yfirlýsing KSÍ frá 17. ágúst, sem var andsvar við grein Hönnu Bjargar, hafi byggt á lygi.

Pistilinn má lesa á heild með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Í gær

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
Sport
Í gær

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“