fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Átta mörk á Selfossi – Þróttur vann Þór/KA

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 20:08

Magdalena Anna Reimus gerði tvö mörk fyrir Selfoss. Mynd: Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.

Selfoss 6-2 ÍBV

Selfoss vann stórsigur á ÍBV á heimavelli sínum.

Heimastúlkur voru 3-0 yfir í hálfleik eftir mörk frá Kristrúnu Rut Antonsdóttur, Brenna Lovera og Þóru Jónsdóttur.

Caity Heap gerði fjórða mark Selfyssinga eftir klukkutíma leik. Stuttu síðar minnkaði Þóra Björg Stefánsdóttir muninn fyrir Eyjakonur með marki af vítapunktinum.

Viktorija Zaicikova lagaði stöðuna enn frekar fyrir gestina stuttu síðar. 4-2.

Magdalena Anna Reimus gerði hins vegar tvö mörk fyrir heimakonur á síðustu tíu mínútum leiksins. Lokatölur 6-2.

Selfoss er í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig eftir sextán leiki.

ÍBV er í sjöunda sæti með 16 stig. Liðið hefur leikið leik minna en Selfoss.

Þróttur Reykjavík 1-0 Þór/KA

Þróttur vann sigur á Þór/KA. Leikið var í Laugardalnum.

Dani Rhodes gerði eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.

Þróttur er í þriðja sæti með 25 stig, 6 stigum á eftir Breiðabliki, eftir 15 leiki.

Þór/KA er í sjötta sæti með 16 stig, 6 stigum fyrir ofan fallstæti. Fylkir, sem er þar eins og er, á þó tvo leiki til góða á Akureyringa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu