fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Lífið leikur við Gary Martin – ,,Maður sér að það er meiri jákvæðni yfir honum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 07:00

Gary Martin (til hægri). Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin hefur staðið sig mjög vel með nýliðum Selfyssinga í Lengjudeild karla í ár. Framherjinn er kominn með 8 mörk í 16 leikjum. Englendingurinn var til umræðu í Markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut á mánudag.

Selfoss er í tíunda sæti deildarinnar með 15 stig, 5 stigum fyrir ofan fallsæti þegar sex umferðir eru eftir. Gary er stór ástæða þess að staða liðsins í fallbaráttunni lítur eins vel út og raun ber vitni.

Í síðasta leik gegn Grindavík skoraði Gary tvö mörk og lagði upp annað í mikilvægum 3-2 sigri.

,,Mér finnst hann bara vera að taka þetta fyrirliðahlutverk með trompi hjá þeim. Hvernig hann er byrjaður að spila sem liðsmaður, eins og þú sérð í þriðja markinu. Það hefði verið auðvelt að fara sjálfur og klára leikinn. Hann gerir hrikalega vel, bíður eftir Þór, sendir sendinguna á hárréttum tíma og Þór klárar það. Mjög vel gert. Maður sér það líka bara að það er meiri jákvæðni yfir honum,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins.

,,Gary að stíga heldur betur vel inn í þetta hjá Selfossi og verður kannski ástæða þess að liðið heldur sér í Lengjudeildinni,“ bætti Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi, við.

Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Gary Martin, sem og Markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum