fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu atvikið sem rætt var um í Efra-Breiðholti í gær: Davíð Smári segir – „Hann var alblóðugur í framan“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV heimsótti Kórdrengi í stórleik Lengjudeildarinnar. Eyjamenn fóru með mjög mikilvægan sigur af hólmi en liðið er með sjö stiga forskot á Kórdrengi sem sitja í þriðja sætinu en Kórdrengir eiga leik til góða. Leikurinn fór fram á Domusnova vellinum í Efra-Breiðholti.

Fyrri hálfleikur var fremur lokaður. Markalaust var eftir hann. Á 54. mínútu kom Sito gestunum yfir. Það reyndist eina mark leiksins.

Farið verður yfir leikinn og aðra leiki í Lengjudeildinni í markaþætti á Hringbraut annaðkvöld, klukkan 20:00

Skömmu síðar vildu Kórdrengir fá vítaspyrnu og mögulegt rautt spjald á Haldór Pál Geirsson markvörð Eyjamanna. Halldór fór út í boltann og kýldi í boltann en einnig í Davíð Þór Ásbjörnsson leikmann Kórdrengja. Bera þurfti Davíð af velli og var hann allur í blóði.

Ekkert var dæmt og var einn af starfsliði Kórdrengja rekinn af velli fyrir að mótmæla því að ekki hefði verið dæmd vítaspyrna.

Atvikið er hér að neðan.

„Staðan á honum er ekki góð. Hann var alblóðugur í framan og þetta lítur alls ekki nægilega vel út,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja við Fótbolta.net í gær.

„Ég set svakalegt spurningarmerki við það hvort Davíð sé að gjalda fyrir það að hafa verið brotlegur í nákvæmlega eins atriði í síðasta leik. Þetta leit þannig út fyrir mér að hann hafi verið kýldur í andlitið og það er bara víti

Farið verður yfir leikinn og aðra leiki í Lengjudeildinni í markaþætti á Hringbraut annaðkvöld, klukkan 20:00

Sigurmark ÍBV í leiknum má svo sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi