fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
433Sport

Fjórir leikmenn Man Utd sem gætu þurft að keppa um sæti sitt í liðinu

DV 433
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 19:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Man Utd mættu aftur á æfingu á mánudaginn eftir verðskuldað frí í kjölfars langs keppnistímabils.  Þeir sem spiluðu ekki með landsliðum sínum á EM 2020 mættu á fyrstu æfingu undirbúningstímabilsins sem fram fór á æfingarsvæði félagins í Carrington. 18 leikmenn tóku alls þátt í þolæfingum.

En það eru enn  spurningarmerki varðandi framtíð nokkurra leikmanna liðsins, meðal annars Axel Tuanzebe og Tahith Chong.

Þátttaka enska landsliðsins í undanúrslitum EM þýðir að komu Marcus Rashford, Harry Maguire og nýja leikmannsins Jadon Sancho seinkar. Fjarvera þeirra gefur hins vegar öðrum leikmönnum tækifæri á að sanna sig. Ole Gunnar Solskjaer þykir líklegur til að gera fleiri breytingar á hópnum í sumar en honum hefur þegar tekist að klófesta Sancho eftir að hafa verið orðaður við félagið um árabil, en það er búist við að minnsta kosti einn framherji mun yfirgefa félagið í kjölfarið.

Þeir leikmenn sem gætu þurft að keppa um sæti sitt í liðinu eru eftirfarandi:

David De Gea:

Þetta verður átakanlegt sumar fyrir spænska markvörðinn eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliðinu á síðasta tímabili og Dean Henderson tók við keflinu sem aðalmarkvörður. De Gea stóð vaktina í tapleiknum gegn Villareal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en Henderson byrjaði flesta leiki heima á Englandi. Það er talið að De Gea muni íhuga að yfirgefa félagið eftir 10 ára veru ef hann verður ekki aðalmarkvörður liðsins á næsta tímabili.

Solskjaer hefur þegar fengið Tom Heaton til liðsins og er líklegt að hann verði varamarkvörður og því stendur Norðmaðurinn frammi fyrir ákvörðun um hvort hann eigi að selja Spánverjann þar sem er búist við því að Henderson verði aðalmarkvörður liðsins.

Dea Gea gæti fengið tækifæri á undirbúningstímabilinu til að sýna það og sanna að hann sé enn með betri markvörðum heims, en gæti einnig sóst eftir tækifæri annars staðar, en AC Milan og fleiri félög eru á höttunum eftir nýjum markverði.

Anthony Martial:

Kaupin á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund boða ekki gott fyrir Martial, en sæti hans í byrjunarliðinu hangir í lausu lofti eftir að hafa skorað einungis fjögur mörk í 26 leikjum – sem er versta tölfræði hans síðan hann kom til félagsins árið 2015. Framherjinn knái komst ekki í franska landsliðshópinn fyrir EM 2020 eftir að hafa misst sæti í byrjunarliði Man Utd. Þrátt fyrir slappt gengi og meiðslavandræði hafa líklega mörg lið í Evrópu áhuga á að fá hann í sínar raðir, og United gæti freistast til að selja hann til að skapa meira pláss í hópnum.

Donny van de Beek:

Það efast fáir um hæfileika Donny van de Beek en koma hans til félagsins hefur ekki staðið undir væntingum. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið keyptur frá Ajax á 35 milljónir punda í september 2020. Solskjaer er greinilega með efasemdir um stöðu hans í liðinu og hefur valið Scott McTominay og Fred fram yfir  hann á miðjunni, með Pogba og Bruno Fernandes framar á vellinum.

Van de Beek mun ólmur vilja berjast fyrir sæti sínu í liðinu eftir að hafa misst af EM vegna óskilgreindra meiðsla. Heimildir herma að United hafa áhuga á Eduardo Camavinga og þess vegna gæti Van de Beek átt hættu á að vera seldur. Það eru orðrómar um að hann muni fara á láni frá félaginu og Real Madrid er talið hafa áhuga.

Það á eftir að koma í ljós hvort hann fái annað tækifæri til að hrífa Solskjaer, sérstaklega ef að Real gera gott boð í leikmanninn.

Victor Lindelof:

Solskjaer hefur greint frá því að hann vilji kaupa miðvörð í sumar til að spila við hlið Harry Maguire, og slík ummæli munu hljóma illa í eyrum Lindelof. Sænski miðvörðurinn hefur fengið mikið að spila síðan að hann kom til félagsins frá Benfica árið 2017 undir stjórnartíð  Jose Mourinho.

Hann hefur spilað yfir 160 leiki fyrir Rauðu djöflanna en hefur áður verið gagnrýndur fyrir skort á stöðugleika í frammistöðu sínum. Ef að Solskjaer ákveður að fá varnarmanninn Raphael Varane til félagsins frá Real Madrid er líklegt að Lindelof þurfi að taka sér sæti á bekknum. United þarf á heimsklassa leikmönnum að halda ef þeir ætla sér að slást um titla, og Lindelof þarf að gera sitt besta á næstu mánuðum.

 

 

 

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

PressanSport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skipti Rúnars í hættu – Tyrkneska félagið ekki tilbúið að borga lánsfé sem Arsenal biður um

Skipti Rúnars í hættu – Tyrkneska félagið ekki tilbúið að borga lánsfé sem Arsenal biður um
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikil ánægja með nýjan framherja Fjölnis – ,,Minnir mig pínulítið á Dimitar Berbatov“

Mikil ánægja með nýjan framherja Fjölnis – ,,Minnir mig pínulítið á Dimitar Berbatov“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

PSG að færa áhuga sinn á Pogba upp á næsta stig

PSG að færa áhuga sinn á Pogba upp á næsta stig
433Sport
Í gær

Eto’o móðgaður yfir spurningu blaðamanns – „Messi spilaði með mér, ég spilaði ekki með Messi”

Eto’o móðgaður yfir spurningu blaðamanns – „Messi spilaði með mér, ég spilaði ekki með Messi”
433Sport
Í gær

Pepsi Max deild karla: Stórsigur KR á Meistaravöllum í kvöld

Pepsi Max deild karla: Stórsigur KR á Meistaravöllum í kvöld