fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
433Sport

Daninn öflugi skilur eftir sig stórt skarð í marki Kórdrengja – ,,Gefur þeim svo hrikalega mikið“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 11:21

Lukas Jensen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski markvörðurinn Lukas Jensen kom sterkur inn í lið Kórdrengja á fyrri hluta leiktíðar í Lengjudeildinni. Hann var hjá liðinu á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley. Nú er hann snúinn aftur til Englands. Rætt var um markvörðinn og það skarð sem hann skilur eftir sig í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í gær.

,,Það hefði nánast hvaða markvörður sem er á Íslandi verið í vandræðum með að fylla í hans skarð,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi, um Jensen.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í þættinum, tók í svipaðan streng.

,,Hann gefur þeim bara svo hrikalega mikið. Þeir geta lagst til baka og hann getur komið og rifið allar fyrirgjafir og sendingar inn í.“ 

Hinn 19 ára gamli Sindri Snær Vilhjálmsson hefur fengið það verkefni að fylla í skarð Jensen í marki Kórdrengja.

Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Jensen sem og markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mikil ánægja með nýjan framherja Fjölnis – ,,Minnir mig pínulítið á Dimitar Berbatov“

Mikil ánægja með nýjan framherja Fjölnis – ,,Minnir mig pínulítið á Dimitar Berbatov“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

PSG að færa áhuga sinn á Pogba upp á næsta stig

PSG að færa áhuga sinn á Pogba upp á næsta stig
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjórn Manchester United sér mikið eftir samningnum við De Gea – Ætlar ekki að gera sömu mistök með Pogba

Stjórn Manchester United sér mikið eftir samningnum við De Gea – Ætlar ekki að gera sömu mistök með Pogba
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lengjudeild kvenna: Stórsigur FH – Grindavík úr fallsæti

Lengjudeild kvenna: Stórsigur FH – Grindavík úr fallsæti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn PSG vilja ekki fá Pogba til félagsins

Stuðningsmenn PSG vilja ekki fá Pogba til félagsins
433Sport
Í gær

Klopp prófar leikmenn Liverpool í nýjum stöðum – Ánægður með Ox og Elliot

Klopp prófar leikmenn Liverpool í nýjum stöðum – Ánægður með Ox og Elliot