fbpx
Föstudagur 24.september 2021
433Sport

Sóttkví kemur líklega í veg fyrir að Varane verði kynntur til leiks í þessari viku

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 09:24

Raphael Varane. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegnar reglna um sóttkví á Englandi mun Manchester United þurfa að bíða aðeins lengur með það að kynna Raphael Varane til leiks sem nýjan leikmann liðsins. Fabrizio Romano greinir frá.

Hinn 28 ára gamli Varane er að ganga í raðir Man Utd frá Real Madrid. Kaupverðið er talið vera rúmar 40 milljónir punda. Hann mun gera fjögurra ára samning við enska félagið.

Þar sem leikmaðurinn þarf að fara í sóttkví er ólíklegt að það takist að kynna hann til leiks sem nýjan leikmann Man Utd í þessari viku. Það mun líklegast gerast í þeirri næstu.

Romano ítrekar þó að félagaskiptin séu hundrað prósent frágengin. Frestunin er aðeins vegna reglna um sóttkví.

Franski miðvörðurinn hefur verið hjá Real Madrid í áratug. Með félaginu hefur hann orðið Spánarmeistari þrisvar og Evrópumeistari fjórum sinnum.

Þá varð Varane heimsmeistari með franska landsliðinu árið 2018.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nýr bíll Ronaldo vekur mikla athygli – Tveir lífverðir í humátt á eftir

Nýr bíll Ronaldo vekur mikla athygli – Tveir lífverðir í humátt á eftir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Barcelona skoðar að reka Koeman – Klopp á blaði

Barcelona skoðar að reka Koeman – Klopp á blaði
433Sport
Í gær

Þorgerður Katrín hefur mikla trú á sínum mönnum – ,,Ég held að við munum ná bæði að vinna enska og Meistaradeildina“

Þorgerður Katrín hefur mikla trú á sínum mönnum – ,,Ég held að við munum ná bæði að vinna enska og Meistaradeildina“
433Sport
Í gær

Sjáðu dráttinn í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins – Fimm úrvalsdeildarslagir

Sjáðu dráttinn í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins – Fimm úrvalsdeildarslagir
433Sport
Í gær

Juventus kom til baka og vann sinn fyrsta leik

Juventus kom til baka og vann sinn fyrsta leik
433Sport
Í gær

Katarskt félag staðfestir komu James

Katarskt félag staðfestir komu James
433Sport
Í gær

Jón Rúnar verulega ósáttur með Sigurð G Guðjónsson

Jón Rúnar verulega ósáttur með Sigurð G Guðjónsson
433Sport
Í gær

Hulk barnaði frænku barnsmóðir sinnar

Hulk barnaði frænku barnsmóðir sinnar