fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Fær ekki að heita Bond… Sigurður Bond – ,,Treysti á að þessi brandarastofnun leggist niður og það í hvelli“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 16:13

Siggi Bond Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðskrá Íslands hefur hafnað beiðni Sigurðar Gísla Snorrasonar, oft kallaður Siggi Bond, um að fá að bæta ,,Bond“ við nafnið sitt.

Sigurður er leikmaður Þróttar í Vogum í 2.deild karla. Þá er hann einnig meðlimur í hlaðvarpsþættinum The Mike Show.

Sigurður vildi formlega fá að heita Sigurður Gísli Bond Snorrason.

,,Eiginnafnið Bond er ekki á mannanafnaskrá. Skilyrði upptöku nýs nafns er að það hafi verið samþykkt af mannanafnanefnd, sbr. 5. mgr. 13. greinar Mannanafnalaga. Stofnunin getur því ekki orðið við beiðni mannsins að svo stöddu,“ stóð meðal annars í beiðni um úrskurð eiginnafnsins frá Þjóðskrá Íslands. Beiðnina má sjá í heild neðst í fréttinni. Þar kom þó einnig fram að eiginnafninu Bond yrði nú skotið til úrskurðar mannanafnanefndar.

Sigurður var afar ósáttur með bréfið frá þjóðskrá. ,,Nú treysti ég á að þessi brandarastofnun leggist niður og það í hvelli,“ skrifaði hann á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool