fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Gylfi sagður harðneita sök í málinu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt breska götublaðinu The Sun harðneitar Gylfi Þór Sigurðsson öllum ásökunum sem að honum hefur verið beint. Þetta kemur fram í frétt blaðsins um málið.

Um helgina var greint frá því að leikmaður í ensku deildinni hefði verið handtekinn vegna gruns um brot gegn barni. Skömmu síðar var greint frá því að leikmaðurinn sem um ræðir væri 31 árs gamall og í Everton og í gær greindu svo íslenskir fjölmiðlar frá því að leikmaðurinn sem um ræddi væri Gylfi.

Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum á meginlandinu, sérstaklega á Englandi, en þó hefur Gylfi ekki verið nafngreindur þar af lagalegum ástæðum.

Þó hefur til dæmis The Sun gengið afar langt í því að teygja sig yfir línuna með því að birta frétt um að Fabian Delph sé ekki leikmaðurinn sem um ræðir. Delph var eini leikmaðurinn sem er líka 31 árs og er í Everton. Þeir lesendur The Sun sem kunna að lesa milli línanna geta því séð að Gylfi er leikmaðurinn sem um ræðir.

„Leikmaðurinn getur ekki verið nafngreindur af lagalegum ástæðum – þrátt fyrir það hefur hann verið nafngreindur í heimalandi sínu og í alþjóðlegum fjölmiðlum,“ segir í frétt The Sun. Þá kemur einnig fram að Gylfi hafi víst neitað sökað í málinu. „Hann er sagður harðneita öllum ásökunum gegn sér en hann hefur þegar misst samstarfssamning,“ segir í frétt The Sun um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt