fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Alexander Arnold segist klár í slaginn

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, segist klár í slaginn eftir að jafnað sig á meiðslum.

Leikmaðurinn meiddist á læri í æfingarleik Englands og Austurríkis og missti þar af leiðandi af EM 2020. Hann hefur síðan byrjað að æfa að fullu og gæti tekið þátt í 30 mínútna æfingarleikjum gegn Wacker Innsbruck og Stuttgart á fimmtudaginn.

Ég er fullkomlega laus við allan sársauka. Ég hef verið í endurhæfingu yfir sumartímann sem var gott fyrir mig.“ sagði Alexander-Arnold í viðtali á vefsíðu Liverpool.

Mér líður vel. Ég er hraustur og byrjaður að æfa að fullu. Ég er sáttur. Ég hef æft nokkuð með strákunum og er klár í slaginn. En þjálfarinn verður að taka ákvörðunina, þjálfarateymið og augljóslega læknateymið verða að ræða sín á milli og sjá til hvort það sé áhættunnar virði. Ef ekki er annar leikur á föstudaginn svo ef til vill er hægt að koma mér hægt inn í liðið, nokkrar mínútur hér og þar, hver veit? Allavegana er ég klár í slaginn.“

Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip er eru einnig allir nálægt því að koma aftur inn í liðið eftir löng meiðsli.

Alexander-Arnold er sérlega ánægður að sjá að Van Dijk koma aftur áður en leiktíðin hefst gegn Norwich þann 14. ágúst.

Hann munar svo miklu fyrir okkur,“ sagði Alexander-Arnold. „Frábær náungi, frábær leikmaður. Hann hefur mikil áhrif á okkur, hann veit það sjálfur og veit hlutverkið sem hann spilar fyrir okkur. Hann er leiðtogi og einn af fyrirliðunum. Hann er partur af liðinu og allir eru mjög ánægðir að sjá hann aftur á æfingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu