fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Lionel Messi á leið til Íslands?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölnir í Lengjudeild karla útilokar ekki að sannfæra einn besta knattspyrnumann allra tíma um að koma til Íslands. Lionel Messi vaknaði í morgun í Brasilíu og er í fyrsta skipti atvinnulaus frá því að hann var 13 ára gamall. Samningur hans við Barcelona var á enda á miðnætti.

Messi var launahæsti knattspyrnumaður í heimi á gamla samningi sínum og eftir skatt fékk hann 85 milljónir króna inn á bankareikning sinn í hverri viku.

Messi hafði skrifað undir þennan samning í nóvember árið 2017 en viðræður við Barcelona um nýjan samning eru enn í gangi.

Á Twitter er skorað á Fjölni að rífa upp veskið og semja við Messi. „Jæja þá er Lionel Messi ekki lengur með samning hjá Barcelona, Fjölnir sign him up right now!,“ skrifar Bjarki Fannar á Twitter.

Forráðamenn Fjölnis voru fljótir til svars og útiloka ekkert. „Við skoðum málið,“ svarar Twitter síða Fjölnis í léttum tón.

Messi gekk í raðir Barcelona þegar hann var 13 ára gamall og í fyrsta skiptið í 7478 daga er hann ekki lengur samningsbundinn félaginu.

„Við viljum halda Lionel Messi og Leo vill vera áfram. Allt er enn á réttri leið, það eru vandræði vegna regluverks um fjármál. Við erum að reyna að finna bestu lausnina fyrir báða aðila,“ sagði Joan Laporta forseti Barcelona en félagið er skuldum vafið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fangelsuð fyrir að svína á stórstjörnu – Sveik út úr honum tugi milljóna

Fangelsuð fyrir að svína á stórstjörnu – Sveik út úr honum tugi milljóna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn Real Madrid héldu neyðarfund – Síðasti séns Alonso á miðvikudag

Forráðamenn Real Madrid héldu neyðarfund – Síðasti séns Alonso á miðvikudag
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta