fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Þekktur tónlistarmaður ekki spenntur fyrir ráðningunni á Fonesca – ,,Komið frekar með Ryan Mason aftur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 20:36

Jonas Altberg (Basshunter). Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíinn Jonas Erik Altberg, betur þekktur sem sögnvarinn og plötusnúðurinn Basshunter, er alls ekki spenntur fyrir því að Tottenham sé að ráða Paulo Fonesca sem knattspyrnustjóra. Basshunter er harður stuðningsmaður félagsins.

Fonesca, sem hætti þjálfun Roma á dögunum, er á leið til Tottenham þar sem hann mun skrifa undir þriggja ára samning. Þetta kom fram í kvöld.

Tottenham hefur verið í stjóraleit undanfarið. Félagið var lengi vel orðað við Antonio Conte en það slitnaði upp úr viðræðum við hann.

Basshunter vildi greinilega fá inn stærra nafn og setti inn færstu á Twitter þar sem hann lét óánægju sína í ljós.

,,Komið frekar með Ryan Mason aftur frekar enn þennan náunga,“ skrifaði Svíinn.

Mason var bráðabirgðastjóri Tottenham síðustu vikurnar á nýafstaðinni leiktíð eftir að Jose Mourinho hafði verið rekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“