fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
433Sport

Hinn árlegi draugur byrjaður að vaka yfir Laugardalnum

433
Þriðjudaginn 29. júní 2021 08:35

Frá Eimskipsvellinum, heimavelli Þróttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmenn Þróttar þegar kemur að karlaliði félagsins. Á meðan stelpurnar blómstra í efstu deild er karlaliðið enn eitt árið í fallbaráttu.

Þróttur tapaði á heimavelli gegn Aftureldingu um helgina en farið var yfir leikinn í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í gær.

Guðlaugur Baldursson tók við þjálfun liðsins fyrir tímabilið en falldraugurinn sem verið hefur yfir Laugardalnum síðustu ár er byrjaður að minn á sig á nýjan leik. Engu hefur breytt hver stýrir Þrótti síðustu ár, liðið hefur sogast niður í fallbaráttu í Lengjudeildinni.

„Það virðist engu breyta hjá Þrótti hvaða þjálfari tekur við liðinu, liðið er bara í kjallarabaráttu. Núna eru fjögur stig upp í öruggt sæti, ég er nú ekki að segja að það sé komið að því en þeir hafa dansað við falldrauginn síðustu ár. Telur þú að þeir fari niður í sumar?,“ sagði Hörður Snævar Jónsson stjórnandi þáttarins í gær.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í þættinum telur að Þróttur þurfi að opna veskið nú þegar félagaskiptaglugginn opnar.

„Það fer eftir því hvað þeir gera í glugganum, þeir verða að sækja sér miðvörð og líka miðjumann ef Sam Hewson er meiddur mikið lengur. Það vantar mann sem getur fengið boltann á miðsvæðinu, Þróttarar hafa verið allt í lagi í sumar,“ sagði Hrafnkell.

Umræðu um þetta má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

PSG með áætlun sem snýr að því að krækja í Salah

PSG með áætlun sem snýr að því að krækja í Salah
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eftir fund með Rúnari í gær snerist Guðjóni hugur – „Getum ekki endað þetta svona“

Eftir fund með Rúnari í gær snerist Guðjóni hugur – „Getum ekki endað þetta svona“
433Sport
Í gær

Solskjær brattur: ,,Ég hef mínar leiðir og hef trú á sjálfum mér“

Solskjær brattur: ,,Ég hef mínar leiðir og hef trú á sjálfum mér“
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Tveir stórir útisigrar

Meistaradeild Evrópu: Tveir stórir útisigrar