fbpx
Sunnudagur 17.október 2021
433Sport

Guðlaugur Victor og félagar reyna að freista Bale með skemmtilegri færslu

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska félagið Schalke setti inn skemmtilega færslu á Twitter í dag þar sem félagið reynir að lokka Gareth Bale til sín.

Framtíð Bale hjá Real Madrid er í óvissu. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við félagið og óvíst er hvað verður um hann.

Í færslu Schalke setti félagið inn yfirlitsmynd af Gelsenkirchen, borginni sem félagið er frá, þar sem mátti sjá stóran golfvöll í miðjunni. Bale er mikill áhugamaður um golf og hefur hann oft farið í taugarnar á stuðningsmönnum Real Madrid fyrir að virðast hafa meiri metnað fyrir golfinu heldur en að standa sig fyrir félagið.

Schalke leikur í þýsku B-deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr efstu deild. Það skal hafa í huga að félagið á engan veginn efni á því að fá Bale til félagsins. Aðeins er um grín að ræða.

Guðlaugur Victor Pálsson er á mála hjá Schalke. Hann kom til liðsins frá Darmstadt fyrir stuttu eftir að samningur hans þar rann út.

Hér fyrir neðan má sjá færsluna skemmtilegu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert skoraði og lagði upp í stórsigri

Albert skoraði og lagði upp í stórsigri
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Starf Solskjær er ekki í hættu

Starf Solskjær er ekki í hættu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Víkingar gerðu KR-ingum greiða í dag – Þessi þrjú lið leika í Evrópukeppni á næstu leiktíð

Víkingar gerðu KR-ingum greiða í dag – Þessi þrjú lið leika í Evrópukeppni á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Solskjaer: „Það verður kannski eitthvað að breytast“

Solskjaer: „Það verður kannski eitthvað að breytast“
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Watford – Firmino með þrennu

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Watford – Firmino með þrennu
433Sport
Í gær

Hátt í 5 þúsund miðar seldir á bikarúrslitaleik Víkings og ÍA

Hátt í 5 þúsund miðar seldir á bikarúrslitaleik Víkings og ÍA