fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Heimir Hallgrímsson er eftirsóttur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. júní 2021 09:08

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands skoðar nú sín næstu skrefi í heimi fótboltans gaumgæfilega. Heimir ákvað að láta af störfum hjá Al-Arabi í Katar í upphafi sumars.

Heimir hafði starfað í Katar í tvö og hálft ár og vildi róa á önnur mið. Samkvæmt heimildum 433.is hefur nokkur fjöldi liða haft samband við Heimi og hans umboðsmann eftir að hann lét af störfum í Katar. Er Heimir á blaði hjá mörgum félögum og gæti eitthvað gerst á næstu vikum.

Heimir vann ágætis verk í Katar en ætla má að magnaður árangur hans með íslenska landsliðið sé enn í fersku minni hjá félögum út um allan heim.

Heimir hefur á síðustu vikum og mánuðum verið orðaður við lið í Bandaríkjunum, í Sviss og þá hafa önnur lið í Katar verið nefnd til sögunnar.

Heimir hélt til Katar fyrr í vikunni til að pakka í töskur og ganga frá íbúð sem hann hafði þar í landi, það bendir til þess að Heimir ætli sér ekki að vera áfram í Katar.

Heimir kom íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á bæði Evrópumótið og Heimsmeistaramótið. Þrátt fyrir mikinn áhuga ætlar Heimir samkvæmt heimildum að vanda valið þegar hann tekur sitt næsta skref á ferlinum, hann hoppar ekki á hvað sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“
433Sport
Í gær

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Í gær

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins