fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Heimir Hallgrímsson er eftirsóttur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. júní 2021 09:08

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands skoðar nú sín næstu skrefi í heimi fótboltans gaumgæfilega. Heimir ákvað að láta af störfum hjá Al-Arabi í Katar í upphafi sumars.

Heimir hafði starfað í Katar í tvö og hálft ár og vildi róa á önnur mið. Samkvæmt heimildum 433.is hefur nokkur fjöldi liða haft samband við Heimi og hans umboðsmann eftir að hann lét af störfum í Katar. Er Heimir á blaði hjá mörgum félögum og gæti eitthvað gerst á næstu vikum.

Heimir vann ágætis verk í Katar en ætla má að magnaður árangur hans með íslenska landsliðið sé enn í fersku minni hjá félögum út um allan heim.

Heimir hefur á síðustu vikum og mánuðum verið orðaður við lið í Bandaríkjunum, í Sviss og þá hafa önnur lið í Katar verið nefnd til sögunnar.

Heimir hélt til Katar fyrr í vikunni til að pakka í töskur og ganga frá íbúð sem hann hafði þar í landi, það bendir til þess að Heimir ætli sér ekki að vera áfram í Katar.

Heimir kom íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á bæði Evrópumótið og Heimsmeistaramótið. Þrátt fyrir mikinn áhuga ætlar Heimir samkvæmt heimildum að vanda valið þegar hann tekur sitt næsta skref á ferlinum, hann hoppar ekki á hvað sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu
433Sport
Í gær

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus