fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
433Sport

Segir nýjustu stjörnuna alltof góða fyrir deildina og klára til að byrja landsleiki

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 07:00

Benedikt Bóas Hinriksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er tilbúinn til þess að verða byrjunarliðsmaður með A-landsliði Íslands fyrir næstu leiki í haust. Þetta segir Benedikt Bóas Hinriksson.

Brynjar, sem er 21 árs gamall, fór á kostum í vinattulandsleikjaglugganum sem var nýlega. Þar lék hann sína þrjá fyrstu landsleiki. Hann skoraði til að mynda í leiknum gegn Póllandi.

Miðvörðurinn hefur einnig staðið sig mjög vel í deildinni hér heima með KA. Hann hefur undanfarið verið orðaður við lið erlendis. Þar á meðal er ítalska félagið Lecce. Það er ljóst að Brynjar spilar ekki mikið lengur á Íslandi.

,,Brynjar Ingi, hafsent KA, hann er geggjaður. Hann er alltof góður í þessa deild. Ég held að ungir – og bara gamlir líka – eigi bara að horfa á hann og sjá hvernig hann spilar. Hann er sterkur, dirty, frábær á boltanum og bara klókur,“ sagði Benedikt í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut þar sem hann er sérfræðingur.

Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi spurði Benedikt hvort að hann sæi hann fyrir sér sem byrjunarliðsmann í landsliðinu strax í haust.

,,Jájá, hann er alveg tilbúinn í það. Maður sér það bara“ svaraði Benedikt þá.

Hér fyrir neðan má sjá þátt 433.is í heild sinni. Þar má finna umræðuna um Brynjar Inga sem og margt, margt fleira. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt

Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndir: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig

Myndir: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fallegt framtak í Rúmeníu – Þakka stuðningsmönnum með því að setja nöfn þeirra á búninginn

Fallegt framtak í Rúmeníu – Þakka stuðningsmönnum með því að setja nöfn þeirra á búninginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Lennon sá um Skagamenn – Dýrmæt stig KA

Pepsi Max-deild karla: Lennon sá um Skagamenn – Dýrmæt stig KA