fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

PSG leiðir kapphlaupið um Ramos – Hann útilokar aðeins eitt lið

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 23. júní 2021 19:45

Sergio Ramos.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmenn PSG hafa haft samband við Sergio Ramos og vilja fá hann til félagsins. Ramos yfirgaf herbúðir Real Madrid á dögunum eftir 16 ár hjá félaginu. Þar vann hann 22 titla og er algjör goðsögn hjá spænsku risunum.

Miklar vangaveltur hafa verið um næsta áfangastað Ramos en nú er talið að PSG leiði kapphlaupið um varnarmanninn að því er segir í frétt Goal. Í fréttinni segir að nokkrir fundir hafi nú farið fram á milli félagsins og leikmannsins og líklegt sé að franska liðið bjóði honum samning á næstu dögum.

Ýmis lið hafa verið orðuð við kappann, þar má nefna Manchester United og nágranna þeirra í City, Chelsea, AC Milan, Roma, Inter Milan og Juventus.

Ljóst er að ýmsir möguleikar eru fyrir Ramos í sumar en hann hefur þó útilokað að ganga til liðs við Barcelona. Þá sagði hann einnig að endurkoma til Sevilla væri ekki á borðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur