fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Strákurinn frá Akureyri heillaði í Texas-ríki um helgina: „Þetta var mögnuð upplifun“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 13:00

Brynjar Ingi Bjarnason með íslenska landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var mögnuð upplifun, það var kast í djúpu laugina. Maður hefur ekki upplifað svona áður, þegar maður var kominn inn á völlinn þá bjóst ég við að stressið yrði meira, þegar maður var byrjaður að spila þá var maður rólegur og leið mjög vel,“ sagði Brynjar Ingi Bjarnason, Akureyringurinn sem sló í gegn í Texas-ríki í Bandaríkjunum um helgina. Brynjar spilaði þá sinn fyrsta A-landsleik fyrir hönd Íslands.

40 þúsund áhorfendur voru á vellinum, allir á bandi Mexíkó. Það hafði ekki áhrif á Brynjar sem stærstan hluta leiksins spilaði eins og kóngur í ríki sínum.

„Yfir allan leikinn þá fannst mér hún mjög góð, fyrir utan þessar tíu sekúndur sem maður gerir mistök. Maður þarf að læra af því,“ sagði Brynjar sem gerði mistök í fyrra marki Mexíkó í 2-1 tapi.

Brynjar segir það gefa sér mikið að fá tækifæri með landsliðinu, eitthvað sem hann átti kannski ekki von á. „Þetta er mjög stórt fyrir mig sjálfan sem leikmann, maður er staðráðinn í að taka þetta af fullri alvöru. Nýta hverja mínútu á æfingum jafnt og leikjum, þetta gerist ekkert mikið stærri. Að fá séns í A-landsliðinu, maður þarf að grípa þetta með góðu hugarfari og vera einbeittur.“

Það vakti furðu margra þegar Brynjar fékk ekki tækifæri með U21 árs landsliði Íslands og þá sérstaklega í mars á Evrópumótinu.

„Ég sjálfur var á þeim tíma ekki að gera mér neinar væntingar, ég hafði ekkert verið í hópnum áður. Þeir voru búnir að vera að gera vel, ég bjóst ekki við að þeir myndu hræra upp í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig undir hvort tveggja, þegar kallið kom ekki þá var maður ekki svekktur. Það var bara fókus á KA.“

Brynjar heldur nú í verkefni til Færeyja og þaðan til Póllands. „Maður tekur því fagnandi og því fleiri leikir sem maður fær og tíma til að sanna sig því betra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði