fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
433Sport

Strákurinn frá Akureyri heillaði í Texas-ríki um helgina: „Þetta var mögnuð upplifun“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var mögnuð upplifun, það var kast í djúpu laugina. Maður hefur ekki upplifað svona áður, þegar maður var kominn inn á völlinn þá bjóst ég við að stressið yrði meira, þegar maður var byrjaður að spila þá var maður rólegur og leið mjög vel,“ sagði Brynjar Ingi Bjarnason, Akureyringurinn sem sló í gegn í Texas-ríki í Bandaríkjunum um helgina. Brynjar spilaði þá sinn fyrsta A-landsleik fyrir hönd Íslands.

40 þúsund áhorfendur voru á vellinum, allir á bandi Mexíkó. Það hafði ekki áhrif á Brynjar sem stærstan hluta leiksins spilaði eins og kóngur í ríki sínum.

„Yfir allan leikinn þá fannst mér hún mjög góð, fyrir utan þessar tíu sekúndur sem maður gerir mistök. Maður þarf að læra af því,“ sagði Brynjar sem gerði mistök í fyrra marki Mexíkó í 2-1 tapi.

Brynjar segir það gefa sér mikið að fá tækifæri með landsliðinu, eitthvað sem hann átti kannski ekki von á. „Þetta er mjög stórt fyrir mig sjálfan sem leikmann, maður er staðráðinn í að taka þetta af fullri alvöru. Nýta hverja mínútu á æfingum jafnt og leikjum, þetta gerist ekkert mikið stærri. Að fá séns í A-landsliðinu, maður þarf að grípa þetta með góðu hugarfari og vera einbeittur.“

Það vakti furðu margra þegar Brynjar fékk ekki tækifæri með U21 árs landsliði Íslands og þá sérstaklega í mars á Evrópumótinu.

„Ég sjálfur var á þeim tíma ekki að gera mér neinar væntingar, ég hafði ekkert verið í hópnum áður. Þeir voru búnir að vera að gera vel, ég bjóst ekki við að þeir myndu hræra upp í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig undir hvort tveggja, þegar kallið kom ekki þá var maður ekki svekktur. Það var bara fókus á KA.“

Brynjar heldur nú í verkefni til Færeyja og þaðan til Póllands. „Maður tekur því fagnandi og því fleiri leikir sem maður fær og tíma til að sanna sig því betra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Brandon má fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Dramatískt jöfnunarmark KR í uppbótartíma

Pepsi Max-deild karla: Dramatískt jöfnunarmark KR í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Glódís stóð vaktina í vörninni er lið hennar sigraði

Glódís stóð vaktina í vörninni er lið hennar sigraði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Knattspyrnustjarna í mál við Pornhub eftir að myndefni hennar rataði á vefinn

Knattspyrnustjarna í mál við Pornhub eftir að myndefni hennar rataði á vefinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir