fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Hólmbert Aron yfirgefur Ítalíu – Að skrifa undir í Þýskalandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. júní 2021 12:32

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmbert Aron Friðjónsson framherji Brescia á Ítalíu er að yfirgefa herbúðir félagsins. Þetta herma öruggar heimildir 433.is í gær.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur Brescia samþykkt tilboð frá þýska félaginu Holstein Kiel í íslenska framherjann.

Holstein Kiel var hársbreidd frá því að komast upp í þýsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, liðið missti af sæti í umspili um laust sæti. Liðið leikur því í næst efstu deild á komandi vetri og er líklegt til þess að fara upp.

Íslenski framherjinn gekk í raðir Brescia fyrir tæpu ári síðan en var þá meiddur, hann var talsvert lengi að jafna sig og fékk fá tækifæri í kjölfarið.

Hólmbert er 28 ára gamall en hann er að semja við fimmta félagið sitt í Þýskalandi, hann lék áður í Skotlandi, Danmörku, Noregi, Ítalíu og er nú á leið til Þýskalands.

Íslendingar hafa komið við sögu hjá Holstein Kiel áður en má þar nefna Eið Aron Sigurbjörnsson sem leikur í dag með ÍBV og Hákon Sverrisson fyrrum leikmann Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Í gær

Ekki allir Íslendingar hrifnir af sænska fyrirtækinu – „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu“

Ekki allir Íslendingar hrifnir af sænska fyrirtækinu – „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu“
433Sport
Í gær

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot