fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Þurfa að svara fyrir sögur frá samsæriskenningasmiðum – Eriksen hafði ekki fengið bóluefni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. júní 2021 13:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Inter hafa ítrekað það á nýjan leik að Christian Eriksen leikmaður félagsins og Danmerkur hafði ekki fengið bóluefni fyrir COVID-19.

Liðslæknir danska landsliðsins, Morten Boesen, hefur staðfest að Christian Eriksen hafi farið í hjartaáfall í leiknum. Eins og flestir, ef ekki allir, vita þá hneig Christian Eriksen niður í leik með danska landsliðinu gegn Finnlandi á Evrópumótinu á laugardag.

Hann andaði hvorki né var með púls um tíma og þurfti læknalið að beita hjartahnoði. Til allrar hamingju komst Eriksen þó aftur til meðvitundar og gat bæði talað og andað eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Samæriskenningar hafa farið á flug um að Eriksen hafi fengið hjartaáfall vegna COVID bólusetningar. „Hann fékk ekki COVID og hefur ekki fengið bóluefni, þessa stundina er Eriksen undir eftirliti danska landsliðsins,“ sagði Giuseppe Marotta stjórnarformaður Inter.

„Það er rétt af okkur að gefa út þessa yfirlýsingu, læknalið okkar er í samskiptum við þá.“

„Leikmennirnir eru mjög nánir og við ræddum þetta allt okkar á milli, við vildum standa saman og við fáum allar upplýsingar um stöðu mála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu