fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

EM 2020: England byrjar á sigri

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 14:51

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England vann Króatíu í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu. Leikurinn var liður í D-riðli mótsins. Leikið var á Wembley í Lundúnum.

Englendingar voru mun betri í upphafi. Phil Foden komst næst því að skora í fyrri hálfleik en þá skaut hann í stöngina. Króatía vann sig inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var markalaus.

Raheem Sterling kom þeim ensku yfir á 57. mínútu. Kalvin Phillips gerði þá frábærlega í aðdragandanum, kom sér framhjá tveimur Króötum og stakk boltanum inn fyrir á Sterling sem skoraði.

Raheem kemur boltanum í markið. Mynd/Getty

Englendingar ógnuðu ekki mikið eftir markið. Króatía náði ekki heldur að skapa sér nægilega góð færi til að jafna. Lokatölur urðu 1-0.

Skotland og Tékkland eru með liðunum í D-riðlinum. Þau leika innbyrðis á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Isak opnar sig um dapra byrjun hjá Liverpool

Isak opnar sig um dapra byrjun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool