fbpx
Þriðjudagur 27.janúar 2026
433Sport

EM 2020: England byrjar á sigri

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 14:51

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England vann Króatíu í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu. Leikurinn var liður í D-riðli mótsins. Leikið var á Wembley í Lundúnum.

Englendingar voru mun betri í upphafi. Phil Foden komst næst því að skora í fyrri hálfleik en þá skaut hann í stöngina. Króatía vann sig inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var markalaus.

Raheem Sterling kom þeim ensku yfir á 57. mínútu. Kalvin Phillips gerði þá frábærlega í aðdragandanum, kom sér framhjá tveimur Króötum og stakk boltanum inn fyrir á Sterling sem skoraði.

Raheem kemur boltanum í markið. Mynd/Getty

Englendingar ógnuðu ekki mikið eftir markið. Króatía náði ekki heldur að skapa sér nægilega góð færi til að jafna. Lokatölur urðu 1-0.

Skotland og Tékkland eru með liðunum í D-riðlinum. Þau leika innbyrðis á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sveinn Guðjohnsen riftir samningi sínum í Noregi

Sveinn Guðjohnsen riftir samningi sínum í Noregi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki bara á Old Trafford sem allt getur míglekið – Þetta gerðist hjá stórliði í Evrópu um helgina

Ekki bara á Old Trafford sem allt getur míglekið – Þetta gerðist hjá stórliði í Evrópu um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forsetinn segir samkomulag nálgast

Forsetinn segir samkomulag nálgast
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn úr starfi eftir dapurt gengi

Rekinn úr starfi eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aftur komnir í umræðuna um Rashford fyrir sumarið

Aftur komnir í umræðuna um Rashford fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Terry skálaði fyrir tapi Arsenal á samfélagsmiðlum

Terry skálaði fyrir tapi Arsenal á samfélagsmiðlum