fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Breiðablik selur Andreu til Bandaríkjanna

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, miðjumaðurinn öflugi, spilaði sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í stórsigrinum gegn Val. Hún er gengin til liðs við Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni, NWSL.

Breiðablik og Houston Dash náðu samkomulagi um félagaskiptin í vetur, hluti af samkomulaginu var að Andrea myndi hefja mótið með Breiðablik og spila út maí.

Andrea Rán byrjaði að æfa hjá Breiðabliki sex ára gömul og hefur á ellefu ára löngum meistaraflokksferli spilað 188 leiki og skorað 31 mark fyrir Breiðablik í öllum keppnum. Hún fór á láni til Le Havre í Frakklandi í vetur en sneri aftur í Kópavoginn í vor og spilaði alla fimm deildarleiki Blika það sem af er tímabili.

Hún hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki ásamt því að verða bikarmeistari í þrígang. Andrea Rán, sem á tíu A-landsleiki að baki, hefur síðustu ár verið í námi í Bandaríkjunum á veturna og spilað með Blikum á sumrin, en nú tekur hún næsta skref í atvinnumannadeildinni vestanhafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona