fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Gömul ummæli Willian líta ansi vandræðalega út í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. maí 2021 19:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli brasilíska vængmannsins Willian frá því síðasta sumar hafa verið rifjuð upp eftir tap Arsenal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Þar sagðist hann ætla að vinna Meistaradeildina með liðinu innan þriggja ára.

Willian hefur átt ansi erfitt uppdráttar frá því að hann kom til Arsenal frá Chelsea á frjálsri sölu síðasta sumar. Hann var þó með stórar yfirlýsingar í upphafi tíma síns hjá Arsenal.

,,Ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi þriggja ára samning var því ég vildi vera hluti af áætlunum liðsins, ekki bara leikmaður sem kemur og fer,“ sagði Willian við The Sun eftir að hann mætti til Arsenal.

,,Þegar ég talaði við stjórann (Mikel Arteta) sagði hann mér af hverju hann þyrfti mig í þrjú ár. Það var af því að hann vildi fyrst komast í Meistaradeildina aftur og svo vinna hana áður en ég færi. Það var það sem ég vildi heyra.“ 

Það er óhætt að segja að þessar áætlanir Willian og Arteta hafi farið fyrir ofan garð og neðan. Arsenal missti af síðasta tækifæri sínu til þess að ná Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr leik í Evrópudeildinni gegn Villarreal í gær. Sigur í Evrópudeildinni veitir nefnilega sæti í deild þeirra bestu. Þá er Arsenal langt frá efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar, sem gefa sæti í Meistaradeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“