fbpx
Laugardagur 12.júní 2021
433Sport

Lengjudeild karla: Slæm byrjun Eyjamanna – Pétur Theódór með þrennu í markaleik á Seltjarnarnesi

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 7. maí 2021 20:36

Ágúst Gylfason og hans menn í Gróttu hófu mótið á góðum sigri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Grinvíkingar höfðu betur gegn ÍBV og Grótta vann Þór í markaleik.

Öruggt hjá Grindvíkingum

Grindavík komst yfir strax á 7. mínútu leiksins gegn ÍBV á heimavelli sínum. Þar var að verki Sigurður Bjartur Hallsson. Markið skoraði hann úr skemmtilegri bakfallsspyrnu. Heimamenn tvöfölduðu forskot sitt 20 mínútum síðar. Þá skoraði Sigurjón Rúnarsson eftir flotta fyrirgjöf frá Aroni Jóhannssyni.

Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Grindvíkinga.

Eyjamönnum tókst ekki að koma sér inn í leikinn í seinni hálfleik. Guðberg Hauksson gerði út um leikinn með skallamarki. Sito tókst að klóra í bakkann fyrir ÍBV þegar um stundarfjórðungur lifði leiks með marki eftir fyrirgjöf Felix Arnar Friðrikssonar.

Nær komust gestirnir ekki. Flott byrjun Sigurbjörns Hreiðarssonar og hans manna í Lengjudeildinni í ár.

Sjö mörk og þrenna er Grótta vann Þór

Grótta lenti undir gegn Þór á heimavelli. Liban Abdulahi skoraði þá úr aukaspyrnu. Pétur Theódór jafnaði fyrir heimamenn eftir rúman hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu.

Staðan í hálfleik var jöfn.

Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik kom Ólafur Aron Pétursson Akureyringum aftur yfir. Forystan lifði þó ekki lengi því Pétur Theódór skoraði aftur fimm mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu. Títtnefndur Pétur fullkomnaði svo þrennu sína aðeins nokkrum mínútum síðar og kom Gróttu yfir. Heimamenn fengu annað víti þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks. Pétur fékk þó ekki tækifæri til að skora fjórða mark sitt. Sölvi Björnsson tók vítið og skoraði. Nokkrum mínútum síðar hleyptu Þórsarar lífi í leikinn að nýju þegar Ólafur Aron skoraði sitt annað mark. Gestirnir áttu þó eftir að missa Petar Planic af velli með rautt spjald.

Þór komst ekki nær í kvöld og 4-3 sigur Gróttu staðreynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

,,Ekki oft sem ég efast um kynhneigð mína en stundum bara kemur það fyrir þarna“

,,Ekki oft sem ég efast um kynhneigð mína en stundum bara kemur það fyrir þarna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

EM 2020: Algjörir yfirburðir Ítala í opnunarleiknum

EM 2020: Algjörir yfirburðir Ítala í opnunarleiknum
433Sport
Í gær

Hefur samþykkt að þéna yfir 15 milljarða á næstu fimm árum

Hefur samþykkt að þéna yfir 15 milljarða á næstu fimm árum
433Sport
Í gær

Víðir líkir Brynjari við hetjurnar sem skrifað hafa söguna – „Saga hans er óvenju­leg“

Víðir líkir Brynjari við hetjurnar sem skrifað hafa söguna – „Saga hans er óvenju­leg“