fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Leicester tapaði illa gegn Newcastle – Gæti orðið dýrkeypt

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. maí 2021 20:52

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester tók á móti Newcastle í kvöld í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn töpuðu óvænt 2-4 í kvöld.

Joe Willock kom Newcastle yfir á 22. mínútu er hann nýtti sér mistök Caglar Soyuncu í vörn Leicester. Rúmum tíu mínútum síðar skoraði Paul Dummett annað mark gestanna með skalla eftir frábæra sendingu Matt Ritchie. Newcastle leiddi með þessum mörkum í hálfleik.

Callum Wilson fór langleiðina með að gera út um leikinn með marki þegar klukkutími var liðinn af honum. Hann var svo aftur á ferðinni á 73. mínútu. Hann slapp þá í gegn, átti skot í stöng en fylgdi eftir og skoraði. Staðan orðin 4-0 fyrir gestina!

Heimamenn klóruðu í bakkann með tveimur mörkum. Marc Albrighton skoraði það fyrra með góðu skoti úr teignum. Kelechi Iheanacho gerði seinna mark Leicester eftir undirbúning Ayoze Perez.

Eftir tapið er Leicester með 63 stig í þriðja sæti. Þeir hafa 2 stigum meira en Chelsea og 5 stigum meira en West Ham. Síðarnefndu liðin eiga þó bæði leik til góða. Þá á Leicester ansi snúna leikjadagskrá í lokaleikjunum. Þeir eiga eftir að mæta Manchester United, Chelsea og Tottenham.

Newcastle er í þægilegum málum. Þeir eru í þrettánda sæti með 39 stig, 12 stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu