fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Rúnar tjáir sig um viðskilnaðinn við Stjörnuna – „Ákvörðunin um að stíga til hliðar er ekki auðveld“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 18:27

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Páll Sigmundsson, sagði í dag upp starfi sínu hjá karlaliði knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Rúnar hefur stýrt Stjörnunni um langt skeið en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2014, liðið varð svo bikarmeistari árið 2018 en um er að ræða einu titlana í sögu félagsins.

Rúnar hefur tjáð sig um viðskilnað sinn og Stjörnunnar en hann birti í dag yfirlýsingu á Facebook:

„Allt hefur sinn tíma. Eftir níu frábær ár hjá Stjörnunni hef ég ákveðið að láta gott heita í bili. Árin mín hjá Stjörnunni hafa verið lærdómsrík og þroskandi – bæði fyrir mig og félagið. Ég er stoltur af því að hafa skrifað nýja kafla í sögu félagsins með því að stýra því til fyrsta meistaratitla í karlafótboltanum og evrópuævintýrunum okkar eftirminnilegu. 

Það er von mín og vissa að framtíð Stjörnunnar sé björt. Mér er efst í huga þakklæti til núverandi og fyrrverandi leikmanna sem og stuðningsmanna Stjörnunnar. Ég vil þakka Stjörnumönnum fyrir tímann og traustið sem mér hefur verið sýnt. Ákvörðunin um að stíga til hliðar er ekki auðveld, en hún er mín og naut ég fulls skilnings á henni hjá félaginu. Ég kveð sáttur og bíð spenntur þeirra verkefna sem síðar kunna að bíða mín. 

Skíni Stjarnan!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi