fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Rúnar tjáir sig um viðskilnaðinn við Stjörnuna – „Ákvörðunin um að stíga til hliðar er ekki auðveld“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 18:27

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Páll Sigmundsson, sagði í dag upp starfi sínu hjá karlaliði knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Rúnar hefur stýrt Stjörnunni um langt skeið en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2014, liðið varð svo bikarmeistari árið 2018 en um er að ræða einu titlana í sögu félagsins.

Rúnar hefur tjáð sig um viðskilnað sinn og Stjörnunnar en hann birti í dag yfirlýsingu á Facebook:

„Allt hefur sinn tíma. Eftir níu frábær ár hjá Stjörnunni hef ég ákveðið að láta gott heita í bili. Árin mín hjá Stjörnunni hafa verið lærdómsrík og þroskandi – bæði fyrir mig og félagið. Ég er stoltur af því að hafa skrifað nýja kafla í sögu félagsins með því að stýra því til fyrsta meistaratitla í karlafótboltanum og evrópuævintýrunum okkar eftirminnilegu. 

Það er von mín og vissa að framtíð Stjörnunnar sé björt. Mér er efst í huga þakklæti til núverandi og fyrrverandi leikmanna sem og stuðningsmanna Stjörnunnar. Ég vil þakka Stjörnumönnum fyrir tímann og traustið sem mér hefur verið sýnt. Ákvörðunin um að stíga til hliðar er ekki auðveld, en hún er mín og naut ég fulls skilnings á henni hjá félaginu. Ég kveð sáttur og bíð spenntur þeirra verkefna sem síðar kunna að bíða mín. 

Skíni Stjarnan!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu