fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
433Sport

Krísa í Garðabæ: Tveir blaðamenn efast um ágæti Þorvalds -„Þetta er ekkert eðlilega leiðinlegur náungi“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er krísuástand í Garðabæ en karlalið félagsins situr á botni efstu deildar karla eftir sex umferðir. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar til átta ára sagði upp störfum eftir fyrstu umferðina í deildinni, erfiðleikar í samskiptum við stjórn félagsins er sögð hafa spilað þar stóra rullu. Liðið tapaði gegn KA í gær.

Sölvi Snær Guðbjargarson sem stjórnin hafði viljað hafa upp í stúku vegna samningamála var ein af ástæðum þess að Rúnar sagði upp, hann ku hafa verið skammaður fyrir að hafa notað Sölva í fyrsta leik og Rúnar gekk á dyr. Eftir að Rúnar hafði sagt upp störfum var Sölvi Snær seldur til Breiðabliks og fór það ekki vel í stuðningsmenn Stjörnunnar.

Þorvaldur Örlygsson sem stýrði liðinu með Rúnari tók einn við liðinu og fékk Ejub Purisevic til að aðstoða sig. Þorvaldur var settur í erfiða stöðu og hefur ekki enn tekist að leysa úr þeim vandamálum sem eru í Garðabæ. Öll þessi læti utan vallar virðast hafa haft áhrif innan vallar en Stjarnan situr á botni deildarinnar eftir sex leiki, liðið er með tvö stig og hefur skorað tvö mörk. Stjarnan er þekkt fyrir að berjast á toppi deildarinnar.

Blaðamenn Fótbolta.net ræða um Þorvald:

Sæbjörn Steinke blaðamaður á Fótbolta.net vekur athygli á viðtali við Þorvald eftir leik í gær þar sem hann ræddi við Val Pál Eiríksson hjá Vísir.is. Þorvaldur var spurður að því af hverju KA hefði tekist að skora en ekki Stjarnan. „Hættu þessu, þetta eru svo leiðinlegar spurningar. Auðvitað vitum við það að þeir vörðu vel línuna sína, við brenndum færum og vorum klaufar í vörninni. Málið dautt,“ sagði Þorvaldur við Vísi.

Sæbjörn hefur sterka skoðun á þessum ummælum. „Hló upphátt að lesa viðtal Vals Páls við Todda Örlygs. Fannst hann vera skjóta á stjórnina í viðtalinu við .net og var ekki sáttur við spurningar Stefáns Árna (Stöð2 Sport). Tilfinning að það sé ekki langt eftir,“ skrifar Sæbjörn og spáir því að Þorvaldur lifi ekki lengi af í starfi.

Samstarfsfélagi Sæbjörns leggur orð í belg, Baldvin Már Borgarsson og hefur þetta að segja um Þorvald. „Þetta er ekkert eðlilega leiðinlegur náungi,“ skrifar Baldvin blaðamaður Fótbolta.net á Twitter um þennan öfluga þjálfara.

Baldvin segir að Þorvaldur gefi lítið af sér. „Gefur nákvæmlega ekkert af sér í viðtölum til almennings, telur sig bara vera að spjalla við aðilann sem sá leikinn og hreytir út leiðindasvörum, labbaði líka af stað frá Matta Matt (Fréttaritari Fótbolta.net) áður en síðasta spurningin kom.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Brandon má fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill sjá þjóðina sameinast eins og árið 2018 – ,,Það var ótrúlegt sumar“

Vill sjá þjóðina sameinast eins og árið 2018 – ,,Það var ótrúlegt sumar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Freyr tekur við Lyngby
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harkaleg mótmæli verða til þess að þetta verður ekki næsti stjóri Gylfa

Harkaleg mótmæli verða til þess að þetta verður ekki næsti stjóri Gylfa
433Sport
Í gær

Staðfesta að búið sé að segja Loga upp störfum

Staðfesta að búið sé að segja Loga upp störfum
433Sport
Í gær

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni