fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
433Sport

Arsenal til sölu þrátt fyrir yfirlýsingar um að svo sé ekki

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 11:00

Stan Kroenke, eigandi Arsenal (fyrir miðju) / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er til sölu og hefur verið það síðastliðin tvö ár, þrátt fyrir yfirlýsingar eigandans Stan Kroenke um annað, þetta herma heimildir breska fjölmiðilsins Daily Mail.

Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um að Daniel Ek, eigandi streymisveitunnar Spotify, hyggist leggja fram tilboð um kaup á Arsenal, félagið sem hann hefur stutt síðan í æsku. Daniel segist vera búinn að tryggja fjármagn og hefur tekið höndum saman með fyrrum leikmönnum Arsenal og hyggst eignast félagið.

Það hefur gustað um Stan Kroenke undanfarið eftir að hann, ásamt stjórn Arsenal, ákvað að gerast stofnaðili að Ofurdeildinni sem síðan varð ekki að veruleika. Stuðningsmenn Arsenal eru orðnir langþreyttir á eiganda félagsins.

Heimildir Daily Mail herma að Kroenke hafi fengið tilboð í Arsenal fyrir innan við tveimur árum síðan. Tilboðinu var hafnað en áhugasömum aðilum var tilkynnt að það þyrfti tilboð upp á rúmlega 1.7 milljarð breskra punda ef íhuga ætti sölu á félaginu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Klopp skilur Solskjær vel og líkir þessu við glæp

Klopp skilur Solskjær vel og líkir þessu við glæp
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veskið á lofti í Mosfellsbæ – Reyndur leikmaður með merkilegan feril skrifar undir

Veskið á lofti í Mosfellsbæ – Reyndur leikmaður með merkilegan feril skrifar undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir Guardiola betri en Ferguson – Tölfræðin sannar mál hans

Segir Guardiola betri en Ferguson – Tölfræðin sannar mál hans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ákvörðun Van Dijk gleður stuðningsmenn Liverpool – Tekur enga sénsa

Ákvörðun Van Dijk gleður stuðningsmenn Liverpool – Tekur enga sénsa
433Sport
Í gær

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli
433Sport
Í gær

Pepsi-Max kvenna: Markalaust á Samsungvellinum

Pepsi-Max kvenna: Markalaust á Samsungvellinum
433Sport
Í gær

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?
433Sport
Í gær

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester