fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Ótrúleg dramatík er Leicester varð enskur meistari í fyrsta sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 18:10

Markinu fagnað. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester er enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Chelsea í úrslitaleik á Wembley í dag.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og mjög taktískur. Hvorugt liðið tók mikla áhættu og hélt spilunum þétt að sér. Chelsea var aðeins meira með boltann en Leicester átti aðeins hættulegri færi. Staðan í hálfleik var markalaus.

Það var Leicester sem komst yfir á 63. mínútu með frábæru marki Youri Tielemans. Reece James átti þá slaka sendingu úr vörn Chelsea sem að Ayoze Perez náði að komast inn í . Þaðan barst boltinn til Luke Thomas sem kom boltanum á Tielemens sem tók tvær snertingar áður en hann hamraði boltann glæsilega upp í vinstra hornið af löngu færi. 1-0 fyrir refina.

Chelsea lá á Leicester eftir markið. Tvisvar þurfti Kasper Schmeichel að hafa sig allan við til að verja. Fyrst varði hann skalla Ben Chillwell alveg úti við stöng á 78. mínútu. Um tíu mínútum síðar gerði hann svo frábærlega í því að verja fast skot Mason Mount.

Á 90. mínútu kom Chelsea boltanum í netið. Leikmenn liðsins fögnuðu innilega en eftir skoðun í VAR komust dómarar að þeirri niðurstöðu að Ben Chillwell hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins. Það var um millimetraspursmál að ræða. Ótrúleg dramatík.

Lokatölur urðu 1-0 fyrir Leicester sem vinnur enska bikarinn í fyrsta sinn í sögunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stóð grafkyrr í næstum tvær klukkustundir og þetta er ástæðan

Stóð grafkyrr í næstum tvær klukkustundir og þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United

U-beygja hjá leikmanni United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ekki bara volæði í kringum landsliðið – „Ég trúi“

Ekki bara volæði í kringum landsliðið – „Ég trúi“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Danir gengu berserksgang og lúskruðu á Íslendingum – „Varð allt vitlaust“

Danir gengu berserksgang og lúskruðu á Íslendingum – „Varð allt vitlaust“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“