fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Er Heimir Hallgrímsson að kveðja Katar?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. maí 2021 13:00

Mynd: Síminn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvíst er hvort Heimir Hallgrímsson verði áfram þjálfari Al-Arabi í Katar. Liðið féll úr leik í undanúrslitum í Emir bikarnum í gær og er því tímabilinu formlega lokið í Katar hjá Al-Arabi.

Heimir hefur stýrt Al-Arabi í tvö og hálft ár en aðstoðarmenn hans Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson eru einnig samningslausir.

Eftir tap gegn Al-Sadd í gær sagðist Heimir eiga í samtali við stjórnarmenn Al-Arabi en ákvörðunin væri ekki bara hans um hvort hann yrði þjálfari liðsins.

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði liðsins ku vera með klásúlu um að framlengja samning sinn en ekki hafa borist fréttir af því hvort Aron hafi framlengt samning sinn.

Samkvæmt heimildum 433.is hafa Heimir og hans aðstoðarmenn átt í viðræðum við Al-Arabi um nýjan samning en óvíst er hvað kemur úr þeim viðræðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir