fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Heilabilun og fótbolti: „Einfaldar aðgerðir gætu hjálpað næstu kynslóðum“

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum enski framherjinn Chris Sutton hefur kallað eftir breytingum á viðbrögðum varðandi höfuðáverka knattspyrnumanna. Hann telur að tímabundnar skiptingar gætu gefið læknum meiri tíma til að meta áverka.

„Ég hef séð ýmis tilvik þar sem leikmenn fá höfuðáverka og eru ekki teknir af velli. Það þarf að skoða leikmanninn vel, það er skynsamlegast að taka leikmanninn af velli og fá óháðan lækni til þess að skoða leikmanninn í rólegheitum. Það hjálpar ekki leikmanni að vera alveg skipt út af heldur ætti að leyfa tímabundnar skiptingar,“ sagði Sutton við BBC.

„Það eru til fyrirbyggjandi aðgerðir sem geta hjálpað hinum nútíma leikmanni og næstu kynslóðum.“

Rannsóknir hafa sýnt að atvinnumenn í knattspyrnu séu rúmlega 3,5 sinnum líklegri til að þróa með sér heilabilun en aðrir. Faðir Chris Sutton, sem einnig var knattspyrnumaður lést úr heilabilun í fyrra og hafði það mikil áhrif á fjölskylduna.

„Yngsti sonur minn vill ekki lengur spila fótbolta eftir það sem gerðist fyrir afa hans.“

„Það er ljóst að við verðum að finna lausnir svo að færri endi með heilabilun. Ég trúi því að faðir hafi dáið vegna þess að hann skallaði fótbolta.“

Alan Shearer kallaði eftir svipuðum aðgerðum eftir að tveir leikmenn Sheffield United hlutu höfuðáverka síðastliðinn sunnudag.

Í febrúar kynnti enska úrvalsdeildin að nú væri eins konar reynslutímabil þar sem öll lið fá tvær skiptingar ef leikmaður liðs fær heilahristing til að sporna gegn því að leikmenn haldi leik áfram eftir höfuðáverka. Þá eru einnig nýjar reglur í Englandi, Skotlandi og Norður-Írlandi þar sem börnum undir 11 ára aldri verði ekki lengur kennt að skalla fótbolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Theodór Elmar hættur hjá KR

Theodór Elmar hættur hjá KR
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða
433Sport
Í gær

Djarfur klæðaburður stjörnunnar í nýju tónlistarmyndbandi vekur athygli

Djarfur klæðaburður stjörnunnar í nýju tónlistarmyndbandi vekur athygli