fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Zidane svarar Klopp eftir ummæli hans um vallaraðstæður

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 15:00

Zinedine Zidane. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid segir að hann og leikmenn félagsins séu stoltir af tímabundnum heimavelli sínum. Þetta segir hann í svari til Jurgen Klopp stjóra Liverpool.

Real Madrid tók á móti Liverpool á Estadio Alfredo Di Stéfano í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Madrídingar byrjuðu leikinn töluvert betur, héldu boltanum vel og voru ógnandi við mark andstæðinganna. Þeir komust verðskuldað yfir 1-0 á 27. mínútu þegar Toni Kroos kom með frábæran bolta fram á Vinicius Jr. sem hann kassaði niður og kláraði snyrtilega framhjá Alisson í markinu.

Real tvöfölduðu forystu sína 10 mínútum síðar þegar Trent ætlaði að skalla boltann á Alisson í markinu en Asensio komst inn í sendinguna og kláraði auðveldlega. Liverpool litu aðeins betur út í byrjun seinni hálfleiks og Salah minnkaði muninn strax á 51. mínútu með skoti af stuttu færi eftir flotta sókn. Á 65. mínútu skoraði Vinícius annað mark sitt í leiknum og kom Real 3-1 yfir eftir að hafa sundurspilað vörn Liverpool. Þar við sat og ljóst er að Liverpool þurfa að vinna upp tveggja marka forystu í seinni leiknum á Anfield.


Getty Images

Leikurinn fór fram á æfingasvæði Real Madrid, engir áhorfendur geta mætt á völlinn og því ákvað félagið að ganga lengra í breytingum á heimavelli sínum, Santiago Bernabeu. Sökum þess leikur félagið á æfingasvæðinu. „Þetta verður flókið verkefni fyrir Real Madrid á Anfield,“ sagði Jurgen Klopp stjóri Liverpool eftir leikinn. „Þetta var furðulegt kvöld því þetta var mjög erfitt með þennan völl. Anfield er alvöru völlur og það verður gott fyrir okkur,“ sagði Klopp.

Zidane gefur lítið fyrir þessi ummæli Klopp. „Ég hef enga sterka skoðun á ummælum Klopp en við erum stoltir af þessum heimavelli okkar,“ sagði Zidane.

„Liverpool er andstæðingurinn, við vitum að þeir gefa allt í hvern leik. Þetta er ekki búið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Í gær

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða