fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Tveir leikmenn Liverpool verða fyrir kynþáttaníði

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Liverpool á Estadio Alfredo Di Stéfano í Meistaradeild Evrópu í gær. Madrídingar byrjuðu leikinn töluvert betur, héldu boltanum vel og voru ógnandi við mark andstæðinganna. Þeir komust verðskuldað yfir 1-0 á 27. mínútu þegar Toni Kroos kom með frábæran bolta fram á Vinicius Jr. sem hann kassaði niður og kláraði snyrtilega framhjá Alisson í markinu.

Real tvöfölduðu forystu sína 10 mínútum síðar þegar Trent ætlaði að skalla boltann á Alisson í markinu en Asensio komst inn í sendinguna og kláraði auðveldlega. Liverpool litu aðeins betur út í byrjun seinni hálfleiks og Salah minnkaði muninn strax á 51. mínútu með skoti af stuttu færi eftir flotta sókn.

Á 65. mínútu skoraði Vinícius annað mark sitt í leiknum og kom Real 3-1 yfir eftir að hafa sundurspilað vörn Liverpool. Þar við sat og ljóst er að Liverpool þurfa að vinna upp tveggja marka forystu í seinni leiknum á Anfield.

Trent Alexander-Arnold og Naby Keita leikmenn Liverpool hafa mátt þola kynþáttaníð á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Flest þessara skilaboða sem innihalda kynþáttafordóma er í gegnum Instagram.

Alexander-Arnold átti slakan leik og átti þátt í tveimur mörkum Real Madrid en Keita var tekinn af velli í fyrri hálfleik eftir slaka frammistöðu.

Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu og fordæmt málið en mikil aukning hefur verið á kynþáttafordómum í garð knattspyrnumanna í gegnum samfélagsmiðla síðustu mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert