fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
433Sport

Kvennalið Breiðabliks og Vals mættust í æfingaleik

Helga Katrín Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 20:00

Mynd er fengin af blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennalið Vals og Breiðabliks mættust í kvöld í æfingaleik. Leikið var 2 x 35 mínútur. Leikurinn var hluti af upphitun liðanna fyrir Pepsi-Max deildina sem hefst 4. maí. Blikar hefja leik þann dag gegn Fylki en Valsstelpur mæta til leiks degi seinna þar sem þær etja kappi við Stjörnuna.

Íslandsmeistarar Breiðabliks brutu ísinn í leiknum með marki frá Þórhildi Þórhallsdóttur. Þá tók Elín Metta við og setti tvö og kom heimakonum 2-1 yfir.

Blikar róteruðu hópnum vel og gerðu 5 skiptingar í hálfleik en Valur mætti með sama lið í seinni hálfleik. Rakel kom Valsstúlkum yfir og stefndi í þægilegan 3-1 sigur hjá þeim. Blikar gáfust þó ekki upp og Margrét Brynja, sem er fædd 2006 og er virkilega efnilegur leikmaður minnkaði muninn í 3-2 og jafnaði svo leikinn með flautumarki. Leiknum lauk því með 3-3 jafntefli.

Valur og Breiðablik hafa verið í algjörum sérflokki í deildinni síðustu ár. Bæði lið hafa misst nokkra lykilmenn fyrir tímabilið og er óvíst hvaða áhrif það mun hafa á deildina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Markalaust á Villa Park
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn beggja liða mættir á Old Trafford – Svona eru byrjunarliðin

Leikmenn beggja liða mættir á Old Trafford – Svona eru byrjunarliðin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lengjudeild karla: Tíu leikmenn Grindavíkur steinlágu á Akureyri

Lengjudeild karla: Tíu leikmenn Grindavíkur steinlágu á Akureyri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hörmungarástand á Akureyri og lausn ekki í sjónmáli: „Það er að okkar mati hneisa“

Hörmungarástand á Akureyri og lausn ekki í sjónmáli: „Það er að okkar mati hneisa“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í kvöld þegar Liverpool verður að vinna United

Líkleg byrjunarlið í kvöld þegar Liverpool verður að vinna United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo vinalaus – Fékk frí í vikunni til þess að kaupa sér Ferrari

Ronaldo vinalaus – Fékk frí í vikunni til þess að kaupa sér Ferrari
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garðbæingar grafa upp gömul ummæli Sölva – Þetta sagði hann fyrir tveimur árum

Garðbæingar grafa upp gömul ummæli Sölva – Þetta sagði hann fyrir tveimur árum
433Sport
Í gær

Sjáðu einkunnir úr leik Fylkis og KR

Sjáðu einkunnir úr leik Fylkis og KR